Tveir fluttir suður eftir bílveltu

Tveir einstaklingar voru fluttir til Reykjavíkur og þrír norður til Akureyrar eftir bílveltu í Grænafell í Reyðarfirði í nótt.

Lesa meira

Styrkir til rannsóknarverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra

Stjórn rannsóknarsjóðs Ingibjargar R. Magnúsdóttur hefur ákveðið að veita styrk úr sjóðnum og mun auglýsa eftir umsóknum í ágúst 2009 og er einn af örfáum styrktarsjóðum innan Háskóla Íslands sem mun veita rannsóknarstyrki í ár.Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunar- og ljósmóðurfræðum. Styrkir verða veittir til rannsóknaverkefna hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi, sem falla að markmiðum sjóðsins.

h_rannsknasjur__hjkrunarfri.jpg

Lesa meira

Fín síldveiði um helgina

Ágæt síldveiði var hjá skipum HB Granda um helgina. Ingunn AK og Lundey NS voru þá saman að veiðum með eitt troll um 80 sjómílur ASA af Hornafirði. Faxi RE kom á miðin á sunnudagskvöld og tók þá við keflinu af Ingunni sem í framhaldinu tók eitt hol einskipa líkt og í byrjun veiðiferðarinnar. Skipið var í gærkvöld á landleið með afla og vantaði aðeins um 100 tonn upp á að fullfermi hafi verið náð. Í gærmorgun voru Faxi og Lundey komin með um 260 tonna afla eftir nóttina og var þeim afla dælt í tanka Lundeyjar.

sild_teikning_270308.jpg

Lesa meira

Hvað á að stöðva sandrokið?

Ómar Ragnarsson segir að miklar breytingar hafi orðið á lónstæði Hálslóns frá á einu ári. Hann telur hugmyndir um að binda þurran jarðveg í kringum lónstæðið óraunhæfar.

 

Lesa meira

Plasthrekkur á Djúpavogi

Fréttavefurinn Djúpivogur.is greinir frá því að þann 22. júní hafi orðið undarlegur atburður í bænum. Þegar íbúi nokkur í Borgarlandi ætlaði að setjast inn í bílinn sinn að morgni til sá hann sér til mikillar undrunar að það var búið að pakka bílnum inn í tugi metra af glærri plastfilmu. Myndband af innpökkuninni er nú á Youtube.

snyrtilega_innpakkaur_bll.jpg

Lesa meira

Vinabæjamót hefst á morgun

Á föstudag hefst vinabæjamót Egilsstaða og fjögurra bæja á hinum Norðurlöndunum og stendur mótið á Fljótsdalshéraði fram til 28. júní. Vinabæir Egilsstaða eru Sorö í Danmörku, Skara í Svíþjóð, Eidsvoll í Noregi og Suolahti í Finnlandi. Gestirnir koma kl. 12 á föstudag með flugi og formleg móttaka hefst kl. 17.

suolahti.jpg

Lesa meira

Styttri vistunartími á Sólvöllum

Á Seyðisfirði er rætt um að stytta vistunartíma á leikskólanum Sólvöllum um klukkutíma frá og með haustinu. Þetta er meðal breytingatillagna sem bæjarráð hefur lagt til.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.