Jónína úr bæjarstjórn

Jónína Rós Guðmundsdóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir leyfi frá bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs út kjörtímabilið. Sæti hennar þar tekur Árni Ólason.

 

Lesa meira

Gott í gogginn: Teriaki- urriði og fleira gott

Austurglugginn er í sumarskapi og gaukar að lesendum blaðs og vefs ómótstæðilegum sumaruppskriftum til að gleðja munn og maga um helgina. Matgæðingur Austurgluggavefsins að þessu sinni, Ævar Dungal, lætur okkur í té sannkallað sólargóðgæti, enda von á brakandi blíðu um helgina.

urrii.jpg

Lesa meira

Stofnun Matvælamiðstöðvar Austurlands

Á mánudag verður undirritað samkomulag um stofnun og starfsemi nýrrar Matvælamiðstöðvar Austurlands. Hún verður til húsa í Mjólkurstöð MS á Egilsstöðum. Að henni koma Matís, Auðhumla/MS, mjólkurframleiðendur á Héraði, Búnaðarsamband Austurlands, Þróunarstofa Austurlands og sveitarfélagið Fljótsdalshérað. Á næstunni mun Matís ráða starfsmann að Matvælamiðstöðinni og húsnæðið verður undirbúið fyrir starfsemina. Í Matvælamiðstöð Austurlands verður samstarf um vöruþróun og rannsóknir á mjólkurafurðum o.fl.

kr.jpg

Músíkframleiðsla í Menningarmiðstöð

Ragnhildur Gísladóttir, Snorri Sigfús Birgisson og Benda slagverkshópurinn koma fram á sumarsólstöðutónleikum í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Fjarðabyggð í dag.

Lesa meira

Vopnfirðingar athugið!

Austurglugginn kemur í sumar út á föstudögum. Fyrir mistök komst blaðið ekki til Vopnafjarðar fyrir póstdreifingu í dag og því kemur blaðið ekki fyrr en á mánudag til lesenda. Eru þeir beðnir velvirðingar á þessu og vonað að Austurglugganum verði fyrirgefið í þetta skiptið.

Með kveðju frá ritstjóra.

Mikið um að vera hjá Blæ

Dagana 13.-15. júní  stóð hestamannafélagið Blær fyrir æskulýðsdögum á félagssvæði sínu að Kirkjubólseyrum í Norðfirði. Er óhætt að segja að þar hafi verið líf og fjör en rúmlega 40 börn og unglingar tóku þátt í ár og  voru með aðstandendum þeirra um 100 manns á svæðinu þessa daga. Í dag og á morgun fagnar Blær fjörtíu ára starfsafmæli félagsins.

 blr.jpg

Lesa meira

Þingmaður skelkaður eftir flugferð

Einn þingmanna kjördæmisins hélt hann væri að upplifa sitt síðasta þegar flugvél Flugfélags Íslands lenti í ókyrrð á leið sinni frá Reykjavík til Egilsstaða í kvöld. Flugmenn vélarinnar segja að ekki hafi verið um „alvöru ókyrrð“ að ræða.

 

Lesa meira

Ræða örlög vegakerfis Kárahnjúkavirkjunar

Fulltrúar Landsvirkjunar og Vegagerðarinnar hittust í gær og ræddu á fundi hverjir gætu orðið hugsanlegir veghaldarar allra þeirra vega og slóða sem orðið hafa til vegna Kárahnjúkavirkjunar og einnig þeirra sem fyrir voru á hinu víðfeðma svæði sem áhrifasvæði virkjunarinnar nær yfir. Engar ákvarðanir hafa verið teknar og eru þessi mál á umræðustigi enn sem komið er. Hreggviður Jónsson tók árið 2004 saman skýrslu um tilurð vega á svæðinu og meðal annars eru þar fjörtíu ára gamlir vegir sem RARIK lét gera. Landsvirkjun og Vegagerðin ákveða hvaða vegi fyrirtækin hyggjast eiga og reka áfram og sveitarfélögin Fljótsdalshreppur og Fljótsdalshérað þurfa svo væntanlega að gera upp við sig hvort og þá hvaða vegi þau hyggjast ábyrgjast sem veghaldarar.

hrafnkelsdalur.jpg

Lesa meira

Nýr forstöðumaður bókasafnsins í Neskaupstað

Nýr forstöðumaður bókasafnsins í Neskaupstað, Óskar Þór Þráinsson, hefur hafið störf. Óskar Þór er nýfluttur á Norðfjörð og mun sjá um rekstur almenningsbókasafnsins í Neskaupstað og Skólabókasafns Nesskóla. Óskar Þór er bókasafns- og upplýsingafræðingur og hefur starfað á sviði skjalastjórnunar og upplýsingaþjónustu undanfarið ár en hefur mikla reynslu og þekkingu á bókmenntum, þjónustu, rafrænum miðlum og upplýsingatækni. Óskar Þór býður bæjarbúa og sveitamenn á öllum aldri velkomna á bókasafnið og kallar eftir óskum og hugmyndum, nú eða bara spjalli yfir kaffibolla.

skar_r_rinsson_bkasafn.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.