Fyrsta skemmtiferðaskipið 1. júní

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem viðkomu hefur á Djúpavogi þetta sumarið er væntanlegt þangað 1. júní. Það er Spirit of Adventure sem kemur þá til hafnar með þrjú hundruð og fimmtíu farþega. Djúpavogshreppur ætlar að taka vel á móti farþegunum. Hefur ferða- og menningarráð ákveðið að þennan dag verði markaðsstemning í bænum þar sem ýmislegt kræsilegt verður til sölu, svo sem íslenskt handverk og matvörur tengdar svæðinu. Má þar nefna sultutau og kæstan hákarl. Svo er bara að biðla til veðurguðanna, en fáir staðir eru jafn yndisfagrir og Djúpivogur í ljúfu og björtu veðri.

spirit-of-adventure-pc-01_900.jpg

Vorboðinn ljúfi

Tónleikar Kórs Flensborgarskóla í Hafnarfirði verða haldnir í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði annað kvöld kl. 20:00.

Með vortónleikum þessum lýkur hefðbundnu vetrarstarfi ungmennanna í Kór Flensborgarskólans og hluti söngvara kveður kórinn um leið og þeir útskrifast frá skólanum.

flens-landi-a4-c1.jpg

 

Lesa meira

Dúett á Vesturveggnum í Skaftfelli

Sýningin Dúett - Sonnettusveigur verður opnuð á Vesturvegg  Skaftfells , miðstöðvar  myndlistar á Austurlandi  laugardaginn 23. maí 2009 kl. 17 og stendur til 7. júní.

la_dett_sonnettusveigur.jpg

Lesa meira

Frysting á síld hafin á Vopnafirði

Fyrsta síldin úr norsk-íslenska síldarstofninum á þessari vertíð barst til Vopnafjarðar nú í morgun er áhöfnin á Faxa RE kom þangað með rúmlega 400 tonna afla. Löndun hófst þegar í stað eftir að skipið lagðist að bryggju um tíuleytið og fór síldin til vinnslu í fiskiðjuveri HB Granda þar sem hún er flökuð og fryst.

 

Lesa meira

Matvælavinnsla í Mjólkurstöðinni?

Nokkrir aðilar á Austurlandi hafa verið að skoða möguleika á að fá til afnota hluta af húsnæði í Mjólkurstöðinni á Egilsstöðum og koma þar upp viðurkenndri aðstöðu til vinnslu á ýmiss konar matvælum sem einstaklingar og/eða fyrirtæki gætu fengið tímabundin afnot af gegn sanngjarnri leigu.

matur.jpg

 

Lesa meira

Facebook sem markaðstæki - fjarfundakennsla

 

Ef Facebook væri land væri það meðal tíu fjölmennustu landa heims og fer stækkandi. Á aðeins fjórum árum hefur Facebook vaxið frá því að vera samskiptasíða háskólastúdenta í Bandaríkjunum í að verða alþjóðlegt tengslanet. Facebook býður upp á ýmsa möguleika og þar á meðal eru sérstakar aðferðir og uppsetning til að kynna fyrirtæki, vörur og þjónustu t.d. með uppsetningu sérstakra síðna, sem eru strax aðgengilegar í Google leitarvélinni, ásamt markvissri markaðssetningu auglýsinga. endurmenntun_hskla_slands.jpg

Lesa meira

Ráðuneytisbreytingar

Á blaðamannafundi forsætisráðherra, fjámálaráðherra og viðskiptaráðherra í morgun kom meðal annars fram að samgönguráðuneytið mun eftirleiðis heita samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðuneyti. Ráðuneyti dóms- og kirkjumála fær heitið dóms- og mannréttindamálaráðuneyti og munu þessi tvö ráðuneyti flytjast í nýtt innanríkisráðuneyti í lok kjörtímabilsins.

slenski_fninn.gif

Lesa meira

Héraðsverk ehf. lægstbjóðandi í 11 km. kafla á þjóðvegi 1 í Skriðdal.

Þriðjudaginn 19. maí sl. voru opnuð tilboð í 11 km. kafla á milli Litla Sandfells og Haugaár í Skriðdal á Fljótsdalshéraði. Átta tilboð bárust í verkið, en kostnaðaráætlun var 495 milljónir kr. Innifalið í verkinu er bygging þriggja brúa. Í fréttatilkynningu frá Héraðsverki ehf., sem var lægstbjóðandi, er fyrirtækið þrautreynt verktakafyrirtæki á Egilsstöðum og hefur yfir 20 ára reynslu í stærri verkefnum á sviði jarðvegsframkvæmda. Tilboð Héraðsverks hljóðaði upp á 65% af kostnaðaráætlun, en upp á síðkastið hafa tilboð í mjög stór verk verið á milli 50 og 60% af kostnaðaráætlun.

Lesa meira

Fyrirhuguð þingmál á 137. löggjafarþinginu

Ríkisstjórnin áformar að flytja 38 mál á 137. löggjafarþinginu sem nú er nýhafið. Þetta má lesa úr þingmálaskrá sem lögð var fram um leið og forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Flest mál verða flutt af hálfu viðskiptaráðherra, 8 talsins. Athygli vekur að engin flutningsmál eru fyrirhuguð hjá samgönguráðuneyti á 137. löggjafarþinginu. Málaflokkar ráðuneytisins eru sveitastjórnarmál, fjarskipta- og póstmál, flugmál, siglinga-, hafna- og vegamál, umferðarmál, Evrópumál og jöfnunarsjóðsmál. Ekki eru heldur nein mál fyrirhuguð til flutnings frá iðnaðarráðuneyti, sem fjallar um öll orkumál, ferðamál, auðlindir á hafsbotni og nýsköpun, svo eitthvað sé nefnt.

skjaldarmerki_slands.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.