Málþing um Einar Braga og atómskáldin

 

Málþing um Einar Braga og atómskáldin verður haldið í Þórbergssetri 21. og 22. maí. Málþingið hefst kl. 14:00 á uppstigningardegi 21. maí og lýkur kl. 14:00 á föstudeginum 22. maí. Fluttir verða fyrirlestrar um lífsstarf Einars Braga út frá ýmsum sjónarhornum, sem og um önnur „atómskáld.“ Framsögumenn eru Pétur Gunnarsson, Eystinn Þorvaldsson, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Jórunn Sigurðardóttir, Guðbjörn Sigurmundsson, Soffía Auður Birgisdóttir, Fjölnir Torfason og Svavar Steinarr Guðmundsson.

bkasafn.jpg

Lesa meira

Gæsluvarðhald yfir dópsmyglurum framlengt

Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem taldir eru hafa staðið fyrir smygli á meira en hundrað kílóum fíkniefna til landsins með skútu hefur verið framlengt til næstu mánaðarmóta.

Fjórir mannanna munu sitja í gæsluvarðandi til 29. maí en tveir til 2. júní. Þeir munu allir hafa komið við sögu í öðrum fíkniefnamálum áður, Íslendingarnir hérlendis en Hollendingurinn í sínu heimalandi. Sá hafði komið nokkrum sinnum til landsins áður en Landhelgisgæslan náði honum á hafinu milli Íslands og Færeyja á skútunni, sem siglt var að Papey.

487568.jpg

Frá Viborg til www

Katrín Jóhannesdóttir fatahönnuður opnaði á laugardag sýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Er það útskriftarsýning Katrínar, sem útskrifaðist fyrir skömmu frá Textilseminareiet í Viborg í Danmörku. Á sýningunni eru meðal annars prjónaðir kjólar, peysur og fylgihlutir, allt hannað með íslenska þjóðbúninginn í huga. Sýningin er opin fram til 23. maí milli kl. 14 og 18.

b_265_293_14277081_0_stories_news_2008_agust_langab_vefur.jpg

Breiðdalsá lofar góðu

Roknaveiði hefur verið í Breiðdalsá síðan veður skánaði og dæmi um að allt að fimmtíu bleikjur hafi fengist á þrjár stangir. Segir Þröstur Elliðason hjá Strengjum að þetta lofi mjög góðu og meira líf virðist vera á svæðinu en undanfarin ár á sama tíma. Sjóbleikjuveiði í Fögruhlíðarárósi og á hinum nýju veiðisvæðum í Jöklu hefst 1. júní.

breidals.jpg

Lesa meira

Ellefu styrkir til nýnema við HÍ

Ellefu styrkir verða veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands 16. júní nk. Um er að ræða styrki til nemenda sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niðurfellingar skráningargjalds í Háskólann, sem er 45.000 krónur. 

hi.jpg

Lesa meira

Ólögmæt álagning á Djúpavogi

Samgönguráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í máli er varðar álagningu svokallaðs B-gatnagerðargjalds á fasteign í Djúpavogshreppi. Niðurstaða ráðuneytisins er að álagningin hafi verið ólögmæt og var hún því felld úr gildi.

04_28_8_thumb.jpg

Lesa meira

Tónleikar til minningar um Helga Magnús Arngrímsson

Fjölskylda og vinir Borgfirðingsins Helga Magnúsar Arngrímssonar, sem lést fyrir nokkru, ætla að efna til stórtónleika í Fjarðarborg föstudaginn 12. júní, á afmælisdegi Helga. Með þeim á að minnast Helga á skemmtilegan og hugljúfan hátt, með sérstaka áherslu á tónlist sem honum var kær.

tnlist2.jpg

Von á 280 krökkum

Fjarðaálsmótin í 6. flokki drengja og stúlkna og 7 flokki (blönduðum) verða háð í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag, 16. maí.  Skráð eru til leiks 28 lið og því von á allt að 280 börnum og vonandi tölvert fleiri foreldrum.  Á vef Leiknis segir að trúlegt þyki að þetta verði fjölmennasta knattspyrnumót sem haldið hefur verið á Austurlandi. 

Liðin koma frá Höfn, Djúpavogi, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Þórshöfn, Akureyri og úr Fjarðabyggð.

fjaragbyggarlg.jpg

Fundahöld vegna mála yfirlæknis

Hollvinasamtök Heilsugæslu Fjarðabyggðar munu eiga fund með bæjarráði Fjarðabyggðar í fyrramálið. Þá er einnig fyrirhugaður fundur Hollvinasamtakanna og yfirstjórnar Heilbrigðisstofnunar Austurlands á morgun. Til umfjöllunar verða málefni Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis heilsugæslunnar.

Jafnframt mun heilbrigðisráðherra eiga fund með bæjarstýru Fjarðarbyggðar í vikunni.

health-care.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.