Frá Viborg til www

Katrín Jóhannesdóttir fatahönnuður opnaði á laugardag sýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Er það útskriftarsýning Katrínar, sem útskrifaðist fyrir skömmu frá Textilseminareiet í Viborg í Danmörku. Á sýningunni eru meðal annars prjónaðir kjólar, peysur og fylgihlutir, allt hannað með íslenska þjóðbúninginn í huga. Sýningin er opin fram til 23. maí milli kl. 14 og 18.

b_265_293_14277081_0_stories_news_2008_agust_langab_vefur.jpg

Læknafélag Íslands ályktar um mál yfirlæknis

Ályktun stjórnar Læknafélags Íslands vegna deilu yfirstjórnar HSA og yfirlæknis við stofnunina:   Stjórn Læknafélags Íslands lýsir yfir miklum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin á Austurlandi vegna deilna yfirstjórnar HSA og yfirlæknis við stofnunina. Það er áhyggjuefni þegar viðkvæm deiluefni eru rekin í fjölmiðlum og getur leitt til þess að torvelda leiðina að lausn vandans. Það er sérstakt áhyggjuefni þegar deila stjórnenda heilbrigðisstofnana við heilbrigðisstarfsmenn bitnar á sjúklingum.

lknir.jpg

 

Lesa meira

100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar gerð opinber

Ný ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttu forsætisráðherra tók við í dag. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs var kynntur í dag. Í stjórnarsáttmálanum kemur meðal annars fram varðandi stjórnkerfisumbætur að fækka eigi ráðuneytum úr 12 í 9 í áföngum. Nýtt ráðuneyti sveitastjórna, samgöngu- og byggðaþróunar fær til viðbótar við fyrri verkefni aukið vægi varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem tengist m.a. tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, auk stefnumótunar á sviði byggðaþróunar. Í kafla stjórnarsáttmálans sem nefndur er sóknarstefna til framtíðar segir meðal annars að ríkisstjórnin muni efna til víðtæks samráðs undir forystu forsætisráðuneytisins um sóknaráætlanir fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar.

slenski_fninn_vefur.jpg

Lesa meira

Ólögmæt álagning á Djúpavogi

Samgönguráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð í máli er varðar álagningu svokallaðs B-gatnagerðargjalds á fasteign í Djúpavogshreppi. Niðurstaða ráðuneytisins er að álagningin hafi verið ólögmæt og var hún því felld úr gildi.

04_28_8_thumb.jpg

Lesa meira

Samráðsfundur sveitarfélaga um efnahagsvandann

Samráðsfundur íslenskra sveitarfélaga um efnahagsvandann fer fram 13. maí n.k. í Reykjavík. Sveitarfélög og landshlutasamtök senda að jafnaði einn til tvo fulltrúa hvert til fundarins.

Formaður sambandsins, Halldór Halldórsson, mun fara yfir stöðu mála og fjallað verður um nýjustu upplýsingar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Síðan verða almennar umræður þar sem fundarmenn geta skipst á skoðunum og sagt frá hvernig einstök sveitarfélög hafa verið að bregðast við rekstrarvanda og greint frá leiðum til hagræðingar í rekstri.

11846857251877973637rett_blatt_transparent.gif

Lesa meira

Kosta starf verkefnisstjóra vegna uppbyggingar hjúkrunarrýma

 

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 6. maí að heimila bæjarstjóra og Heilbrigðisstofnun Austurlands að nýta tvær af þeim fimm milljónum sem Fljótsdalshérað veitti til undirbúnings að uppbyggingu hjúkrunarrýma á Egilsstöðum, til að kosta starf verkefnisstjóra um samræmingu heimahjúkrunar og heimaþjónustu. Áfram verður unnið að samningum við ríkið um byggingu hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum, að því er kemur fram í bókun bæjarstjórnar.

fljtsdalshra_merki.jpg

Fundahöld vegna mála yfirlæknis

Hollvinasamtök Heilsugæslu Fjarðabyggðar munu eiga fund með bæjarráði Fjarðabyggðar í fyrramálið. Þá er einnig fyrirhugaður fundur Hollvinasamtakanna og yfirstjórnar Heilbrigðisstofnunar Austurlands á morgun. Til umfjöllunar verða málefni Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis heilsugæslunnar.

Jafnframt mun heilbrigðisráðherra eiga fund með bæjarstýru Fjarðarbyggðar í vikunni.

health-care.jpg

 

Fjarðabyggð tapaði fyrsta leik

Fjarðabyggð tapaði 0-1 fyrir Aftureldingu í fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á Norðfjarðarvelli á sunnudag.

 

Lesa meira

Varar við breytingum á stjórnun fiskveiða

Bókun bæjarráðs Hornafjarðar um sjávarútvegsmál þann 8. maí 2009:     Atvinnulíf Íslendinga gengur í gegnum mikla erfiðleika nú um stundir. Rekstrarumhverfi fyrirtækja í landinu er háð mikilli óvissu og þar er sjávarútvegurinn sannarlega engin undantekning. Óstöðugur gjaldmiðill, háir vextir, vanmáttugt bankakerfi og erfið skuldastaða gera öllum atvinnurekstri á Íslandi erfitt um vik. Auk þessara óvissuþátta verða fyrirtæki í sjávarútvegi að glíma við sveiflur í lífríki hafsins og ekki síst aðstæður á mörkuðum erlendis.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.