Fyrsta úthlutun Nytjamarkaðsins til góðra málefna

Siggi Jensson, forsprakki Fjarðaportsins á Reyðarfirði, afhenti Björgunarsveitinni Brimrúnu á Eskifirði peningagjöf að upphæð 50.000 kr.  í vikunni.  Peningarnir eru ágóði af sölu muna úr Nytjamarkaðnum sem er í Fjarðaportinu.

gmul_hsggn.jpg

Lesa meira

Síminn lokar á nafnlaus sms af vefsíðu

Ekki er lengur unnt að senda nafnlaus SMS skilaboð af vefsíðu  Símans, heldur verða öll SMS skilaboð auðkennd með símanúmeri sendanda. Tilgangurinn er að auka öryggi við notkun SMS skilaboða. Einungis viðskiptavinir Símans munu eftirleiðis geta nýtt sér Vef-SMS og þá eingöngu með því að auðkenna sig með símanúmeri.  Viðtakandi SMS-skilaboða veit því ávallt hver sendandinn er.

Þess eru dæmi að þjónusta á borð við auðkennislaus SMS hafi verið misnotuð í viðskiptum með fíkniefni sem og í eineltismálum.

siminn_logo_allcolors.jpg

Lesa meira

Ert þú verðandi kvikmyndastjarna?

Zik Zak kvikmyndir og Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri Astrópíu leita að fólki frá 14 ára og upp úr í aðal- og aukahlutverk kvikmyndar byggðri á sögunni Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson.  Fólk getur komið í Sláturhúsið á Egilsstöðum í dag fram til kl. hálffjögur og látið máta við sig hin ýmsustu hlutverk, meðal annars aðalhlutverk sjálfs Orms Óðinssonar.

filma.jpg

Undirbúningur Ormsteitis að hefjast

Ormsteiti er haldið ár hvert á Fljótsdalshéraði og nú er undirbúningur að hefjast á fullum krafti.  Að þessu sinni ber hátíðina upp frá 14. – 23. ágúst næstkomandi.  Borgarafundur verður haldinn um hátíðina í Valaskjálf, þriðjudaginn 12. maí og hefst fundurinn kl. 20.00.

ormsteiti_vefur_1.jpg

Lesa meira

Afrískur galdur í snjókomunni

Leikskólabörn af leikskólanum Tjarnarlandi á Egilsstöðum og mæður þeirra sýndu tilþrif í íþróttahúsi bæjarins í morgun undir villtum trumbuslætti. Var börnum og mæðrum boðið í afró-sveiflu í tilefni af mæðradeginum á sunnudag. Afríska trommutónlistin náði augljóslega vel til krakkanna sem sveifluðu sér í dansinum ekki síður en mömmurnar.

 afró

Lesa meira

Ályktun um húsnæðisskuldir heimilanna

Á fundi sínum 6. maí samþykkti stjórn Neytendasamtakanna svohljóðandi ályktun um húsnæðisskuldir heimilanna:

 

Stjórn Neytendasamtakanna minnir á að allt frá hruni bankakerfisins í byrjun október hefur það verið markmið bæði fyrri ríkisstjórnar og þeirrar sem nú situr að tryggja stöðu heimilanna í landinu og sérstaklega þeirra sem lakast standa.

spilabort.jpg

Lesa meira

Hrafna Hanna í úrslit Idol

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, 21 árs söngkona úr Djúpavogshreppi, komst á föstudagskvöld í úrslit Idol-Stjörnuleitar á Stöð 2.

 

Lesa meira

Stórt fimleikamót framundan - undirbúningsfundur í dag

Laugardaginn 16. maí verður síðasta fimleikamót vetrarins í 1. deild Fimleikasambands Íslands haldið á Egilsstöðum.  Aðkomufólk gæti orðið á fjórða hundrað talsins og keppendur verða um þrjú hundruð að meðtöldum keppendum fimleikadeildar Hattar. Auður Vala Gunnarsdóttir segir mótið verða eitt af þeim glæsilegri á þessum fimleikavetri sem nú er senn á enda. Mörg af bestu liðum landsins komi til mótsins. Í dag verður í Hettunni á Egilsstöðum haldinn undirbúningsfundur vegna mótsins og þeir sem vilja og geta lagt deildinni lið við undirbúninginn eru boðnir velkomnir. Fundurinn hefst kl. 18.

fimleikar.jpg

Fjöldi fyrirtækja í þrot

Fimm hundruð og áttatíu fyrirtæki í landinu eru komin í greiðsluþrot frá síðustu áramótum og hafa þrjú hundruð og nítján þeirra verið tekin til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt tölum frá Creditinfo eru 78 byggingarfyrirtæki meðal þeirra og 61 fyrirtæki í verslun og þjónustu. Spáir Creditinfo að um þrjú þúsund og fimm hundruð fyrirtæki fari í gjaldþrot á árinu.

wrong_way.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.