Orkumálinn 2024

Fjörugar umræður

Fjörugur stjórnmálafundur á vegum nemenda í stjórnmálafræði við Menntaskólann á Egilsstöðum var haldinn í gærkvöld. Um 180 manns mættu og tóku meðal annarra núverandi og fyrrverandi nemendur menntaskólans, sem nú skipa sæti á framboðslistum í Norðausturkjördæmi til máls. Fyrir svörum sátu Arnbjörg Sveinsdóttir Sjálfstæðisflokki, Sigmundur Ernir Rúnarsson Samfylkingu, Steingrímur J. Sigfússon Vinstri hreyfingunni grænu framboði, Ásta Hafberg Frjálslynda flokknum, Björk Sigurgeirsdóttir Borgarahreyfingunni og Birkir Jón Jónsson Framsóknarflokki.

Stjórnmálafræðinemar skipulögðu sem fyrr segir fundinn, með dyggri handleiðslu Jóns Inga Sigurbjörnssonar kennara.

vefur_2.jpg

Lesa meira

Fljótsdalshérað fær 100 milljónir í viðbótarframlag

Kristján L. Möller samgönguráðherra afhenti bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs í dag staðfestingu á greiðslu 100 milljóna króna viðbótarframlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sameiningar Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps árið 2004.

fljtsdalshra.jpg

Lesa meira

Varðskipið komið með smyglskútuna til Eskifjarðar

Varðskipið Týr er lagst við bryggju á Eskifirði og er með smyglskútuna, sem það stöðvaði og tók í tog í fyrrakvöld í hafinu milli Íslands og Færeyja, við stjórnborða. Týr lagði að um áttaleytið í morgun. Lögregla hafði töluverðan viðbúnað er skipið kom til hafnar. Þrír voru handteknir um borð í skútunni í fyrrakvöld, tveir Íslendingar og Hollendingur og verða þeir nú færðir fyrir Héraðsdóm Austurlands. Þar verða þeir yfirheyrðir og ákvörðun tekin í framhaldi af því um að óska eftir gæsluvarðhaldi. Að því búnu fara þeir í fylgd lögreglu með almennu farþegaflugi til Reykjavíkur í dag.

skuta_051.jpg

Lesa meira

Áhyggjur af innköllun veiðiheimilda

Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf. var haldinn 17. apríl. Í umræðum um sjávarútvegsmál lýstu fundarmenn miklum áhyggjum af hugmyndum stjórnarflokkanna um innköllun veiðiheimilda og að allur fiskur skuli seldur á fiskmarkaði. Verði innkölluð 5% á ári fara um 160 tonn af bolfiski frá Loðnuvinnslunni ár hvert og eftir 6 ár verður búið að innkalla 1000 tonn af bolfiski frá Fáskrúðsfirði. Verði útgerðin skylduð til að selja allan afla í gegnum fiskmarkaði er rekstri fiskvinnslufyrirtækja í hinum dreifðu byggðum landsins komið í algjört uppnám og starfsöryggi fiskvinnslufólks verulega ógnað.

 fskrsfjrur_vefur.jpg

Lesa meira

Færri konur í framboði

Mun færri konur eru á framboðslistum flokkanna fyrir alþingiskosningarnar á laugardag en í kosningunum 2003 og 2007. Hlutfall kvenna er nú rúm 40% en var rúm 47% árið 2007. Lakast er hlutfall kvenna í Norðausturkjördæmi eða 33% en hæst er hlutfallið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 45%. Hlutfallslega fæstar konur eru í framboði fyrir P-lista Lýðræðishreyfingarinnar eða 19% en flestar hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum, tæplega 51%. Frá þessu greinir á mbl.is.

konur.jpg

 

Lesa meira

Kæru HSA á hendur yfirlækni vísað frá

Samkvæmt frétt mbl.is í dag hefur embætti ríkissaksóknara ákveðið að vísa kæru Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) á hendur Hannesi Sigmarssyni, yfirlækni við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, frá. Hannesi var 12. febrúar síðastliðinn vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á reikningum frá honum. Eskfirðingar drógu í dag fána að húni til að fagna því að læknirinn hyggst snúa heim til starfa.

eskifjordur.jpg

Lesa meira

Samið um fjármögnun skólabyggingar

Íslandsbanki og Fljótsdalshérað hafa gert með sér samning um fjármögnun á ný- og endurbyggingu við Grunnskólann á Egilsstöðum. Verkefnið er eitt það stærsta sem sveitarfélagið hefur ráðist í en gert er ráð fyrir að nýja byggingin verði rúmir fjögur þúsund fermetrar.

slandsbanki_vefur2.jpg

Lesa meira

Smyglarar í yfirheyrslu á Egilsstöðum

Mennirnir þrír sem handteknir voru um borð í smyglskútunni og fluttir með varðskipinu Tý til Eskifjarðar eru nú í yfirheyrslu hjá lögreglu á Egilsstöðum. Þegar búið verður að kveða upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir þeim við Héraðsdóm Austurlands eftir hádegi, verða þeir samkvæmt upplýsingum lögreglu fluttir með leiguflugi frá Egilsstaðaflugvelli til Selfoss. 

2005_0409smyglml0009vefur.jpg

Lesa meira

Fól ei verða fíkn af rík

Á Djúpavogi hafa heimamenn gantast með það í dag að dóp-góssið var tekið á land í svokallaðri
Gleðivík. Orti sveitarstjórinn, Björn Hafþór Guðmundsson, í morgunsárið af því tilefni eftirfarandi vísu: Gjálfrar alda í Gleðivík / glampar hlein í fjöru / fól ei verða fíkn af rík / fá að hanga í snöru.

slngubtur_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.