Innbrot áThai Thai

Lögregla var kölluð út á laugardag vegna innbrots á veitingastaðnum Thai Thai á Egilsstöðum. Lítur út fyrir að brotist hafi verið inn nóttina áður og stolið áfengi og tónlistardiskum. Lögreglan mun hafa handsamað innbrotsþjófana fljótt og örugglega.

487568b.jpg

Hóta að aflífa hreindýrskálfinn

Umhverfisstofnun hefur hótað að aflífa hreindýrskálfinn Líf sæki uppalendur hans á Sléttu í Reyðarfirði ekki um leyfi umhverfisráðherra til að halda honum.

 

Lesa meira

Meira, meira dóp

Leit stendur yfir að skútu undan Suðausturlandi sem talin er hafa tugi fíkniefna um borð. Í nótt voru þrír handteknir í sameiginlegum aðgerðum lögreglurnnar á Eskifirði og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Lesa meira

Svisslendingar byggja snjóflóðavarnagarð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði svissneska verktakafyrirtækisins Mair Wilfried GmbH í smíði stoðvirkja vegna ofanflóðavarnar í Tröllagili í Norðfirði.

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Austurgluggi þessarar viku ber sterkan keim af komandi kosningum eins og vera ber og frambjóðendur upplýsa lesendur um áherslur sínar. Meðal annars efnis má nefna að Jón Knútur Ásmundsson skrifar í samfélagsspegli Austurgluggans um kvikmyndina Draumalandið og Gunnar Gunnarsson veltir fyrir sér ,,austfirskum“ stjórnmálamönnum og frambjóðendum. Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum fjórðungsins.

gs291057.jpg

Vilja efla fiskvinnsluna

Atvinnumálanefnd Vopnafjarðar telur brýnt að leita allra leiða til að styrkja stoðir fiskvinnslu á Vopnafirði.

Lesa meira

Ráðið í sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli

Yfir 550 umsóknir bárust um auglýst sumarstörf hjá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Ráðið verður í um sextíu tímabundar stöður framleiðslustarfsmanna og iðnaðarmanna í sumar. Umsóknarfrestur rann út 14. apríl síðastliðinn, en ráðið verður í störfin á næstu vikum. Umsóknir bárust alls staðar að af landinu og flestar af höfuðborgarsvæðinu. Hluti sumarstarfsmanna hefur störf 1. maí en flestir munu hefja störf 1. júní næstkomandi og starfa út ágústmánuð.

 Um 450 manns starfa hjá Alcoa Fjarðaáli og um 250-300 manns til viðbótar við störf nátengd álverinu á álverssvæðinu.

2009_jobs.jpg

Lesa meira

Opna fyrir strandveiðar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, áformar að koma á nýjum flokki veiða, “strandveiðar”, þar sem heimilaðar verða frjálsar handfæraveiðar við ströndina.

Á ríkisstjórnarfundi þann 14. apríl sl. kynnti hann þau áform sín að fresta úthlutun byggðakvóta nú á þessu fiskveiðiári til að skapa svigrúm fyrir breytta stefnu til styrkingar og örvunar atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum. Ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi við þau meginsjónarmið sem felast í áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

skekta_vefur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.