Hugmyndaráðuneyti leitar framtíðarsýnar þjóðarinnar

Hugmyndaráðuneytið ásamt menntamálaráðuneytinu vilja vekja athygli á verkefninu Framtíðarsýn þjóðar sem stendur yfir dagana 17. til 24. apríl. Verkefnið er heimaverkefni sem skólar geta boðið nemendum að leysa í faðmi fjölskyldunnar. Verkefninu er ætlað að styrkja tengsl barna og foreldra sem og þjóðarinnar allrar með því veita Íslendingum sterka framtíðarsýn og von.

hugmyndaruneyti_copy.jpg

Lesa meira

Hjúkrunarheimili rís á Eskfirði í sumar

Framkvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili á Eskifirði, sem lengi hafa verið í undirbúningi, hefjast nú í sumar. Hjúkrunarheimilið rís á lóðinni Dalbraut 1 en samningar hafa tekist við Samkaup um að bærinn leysi lóðina og mannvirki á henni til sín. Gert er ráð fyrir að byggð verði 20 ný hjúkrunarrými og komi þau í stað núverandi Hulduhlíðar. Almenn hjúkrunarrými verða 10 og 8 hjúkrunarrými og 2 hvíldarrými verða fyrir heilabilaða. Hjúkrunarheimili eru byggð á kostnað og ábyrgð ríkisins að 85%

en 15% kostnaðar greiðir sveitarfélagið. Rekstrarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Gott samstarf hefur verið við félags- og tryggingamálaráðuneytið um lóðamálin en sveitarfélagið leggur til lóð án gatnagerðargjalda.

42-21327279.jpg

Lesa meira

Framkvæmdafé tryggt

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að ganga að tilboði Íslandsbanka í fjármögnun framkvæmda við endurbætur og nýbyggingu Grunnskólans á Egilsstöðum. Náðst hafa fram hagstæðari lánskjör en útlit var fyrir í lok mars. Því er útlit fyrir að fjármögnun byggingu skólans sé tryggð enda eru framkvæmdir þar í fullum gangi.

Stækkun þjóðgarðs og skóflustunga að gestastofu

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra tók fyrstu skóflustunguna að Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri í dag og undirritaði við það tækifæri reglugerð um stækkun þjóðgarðsins til norðurs. Verður þá Trölladyngja í heild, Askja og stór hluti Ódáðahrauns hluti af þjóðgarðinum.

vatnajk_khgestastofa_vefur.jpg

Lesa meira

Svartir svanir árlegir gestir

Svartur svanur sást fyrir nokkrum dögum í Lóninu  og daginn eftir einn í Álftafirði en ekki er vitað hvort þar hefur verið sami fuglinn og í Lóninu.

svartur-svanur-solo01_orvarur_rna.jpg

Lesa meira

Nemandi Nesskóla meðal vinningshafa í teiknisamkeppni

Tilkynnt var á dögunum um úrslit í teiknisamkeppni 9. alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins stendur fyrir samkeppninni hér á landi. Tæplega 900 teikningar bárust frá 54 skólum í landinu. Tíu nemendur hlutu viðurkenningu og meðal þeirra er Hafþór Ingólfsson í 4. bekk Nesskóla í Neskaupstað.

132.jpg 

Lesa meira

Frábær bók til að kenna börnum um sína einkastaði

Blátt áfram, félagasamtök um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, hafa gefið út barnabókina ,,Þetta eru mínir einkastaðir“ í samvinnu við Hagkaup. Sérfræðingar áætla að ein af hverjum fjórum stúlkum og einn af hverjum sex drengjum séu misnotuð kynferðislega áður en þau halda upp á 18 ára afmælið sitt. Þetta þýðir að í öllum kennslustofum og hverfum eru börn sem þjást í hljóði vegna kynferðislegrar misnotkunar. Tilgangur samtakanna Blátt áfram er að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.

etta_eru_mnir_einkastair.jpg

Lesa meira

Engin loðna en 10% meiri botnfisksafli í mars en í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa nam 108.612 tonnum tonnum í mars, sem er verulegur aflasamdráttur frá sama mánuði í fyrra er aflinn var 169.690 tonn.  Þar vegur þyngst að engin loðnuveiði var í mars en botnfiskafli var hins vegar tæplega 10% meiri en í mars 2008.

dsc02767.jpg

Lesa meira

Sameina á Fjárafl og Atvinnumálasjóð

Sameina á atvinnulífstengda sjóði Fljótsdalshéraðs, Atvinnumálasjóð og Fjárafl, í einn atvinnutengdan sjóð. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti tillögu þar að lútandi á fundi sínum 8. apríl. Hún kemur upphaflega frá stjórn Fjárafls. Er stefnt að því að sjóðirnir verði sameinaðir á aðalfundi Fjárafls 30. apríl. Gert er ráð fyrir að atvinnumálanefnd sveitarfélagsins fari með stjórn hins nýja sameinaða sjóðs og stefnt að því að hann taki til starfa frá og með 1. október næstkomandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.