Stjórnvöld höggvi ekki þar sem hlífa skyldi

Framhaldsskólakennarar ályktuðu um menntun og skólastarf á ársfundi sínum síðastliðinn fimmtudag. Félag þeirra hvetur stjórnvöld til að standa gegn niðurskurði í menntakerfinu og höggva ekki þar sem hlífa skyldi.

04_36_9---coloured-pencils_web.jpg

Lesa meira

Íbúafundir um fræðslu- og frístundastefnu

Fjarðabyggð stendur fyrir íbúafundum um fræðslu- og frístundastefnu sveitarfélagsins 17. og 18. mars. Á fundunum stendur til að kynna fyrirliggjandi drög að stefnu sveitarfélagins, sem unnin eru af þrjátíu manna hópi fólks úr Fjarðabyggð. Í kjölfarið verður efnt til umræðu um lykilþætti stefnunnar og kallað eftir viðbrögðum og athugasemdum íbúanna. 17. mars verður íbúafundur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 20. 18. mars í Nesskóla kl. 20.

fjaragbyggarlg.jpg

Neytendasamtökin segja gjaldtöku óásættanlega

Nýlega voru samþykkt lög sem heimila neytendum að taka út allt að einni milljón króna af séreignarsparnaði sínum. Lögunum var breytt í meðförum Alþingis á þann veg að nú er ráðherra heimilt að ákveða með reglugerð heimild vörsluaðila (bankar, lífeyrissjóðir) til að innheimta sérstakt gjald vegna umsýslu við útgreiðslu þessa sparnaðar. Þessi breyting kom ekki til skoðunar Neytendasamtakanna eða annarra umsagnaraðila, þar sem henni var bætt inn í eftir að frumvarpið hafði verið sent til umsagnar.

 

12870019.jpg

Lesa meira

Mistök í Útsvari?

Dómara Útsvars kunna að hafa orðið á mistök þegar hann gaf Fljótsdalshéraði rangt fyrir svar þeirra við fimmtán stiga spurningu um Íslendingasögu.

 

Lesa meira

Búast við handboltamóttökum

Útsvarslið Fljótsdalshéraðs, sem tapaði í úrslitum fyrir liði Kópavogs, reiknar með höfðinglegum móttökum þegar það snýr aftur til Egilsstaða.

 

Lesa meira

Íslenskum skipum heimilt að veiða álíka af makríl og í fyrra

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í dag reglugerð um makrílveiðar íslenskra skipa á þessi ári. Miðað er við að heildarafli á árinu fari ekki yfir 112.000 tonn, þar af 20.000 tonn á alþjóðlegu hafsvæði utan lögsögu ríkja. Fari aflinn yfir þetta magn mun ráðherra ákveða hvort gripið skuli til veiðibanns eða takmarkana. Þetta er svipað magn og veiddist í fyrra.

fiskur.jpg

Lesa meira

Þróttur tapaði úrslitaleiknum

Þróttur Neskaupstað tapaði í dag 3-1 fyrir HK í úrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Leikið var í Laugardalshöll.

 

Lesa meira

Er íslensku þjóðinni þrátt fyrir allt borgið?

Þórólfur Vigfússon fæddist á bænum Kirkjubóli í Vaðlavík árið 1932. Hann fluttist 1963 til Eskifjarðar og hefur búið á Reyðarfirði frá árinu 1968. Þórólfur er draumspakur og tekur drauma alvarlega. Hann hefur til dæmis dreymt fyrir forsetakjöri. Draum þann er hér fer á eftir dreymdi Þórólf aðfararnótt 2. ágúst 2008.

rlfur_vigfsson_fr_vlavk_1_vefur.jpg

Lesa meira

Lið Fljótsdalshéraðs beið lægri hlut

Lið Kópavogs sigraði lið Héraðsbúa með 69 stigum gegn 62 í úrslitakeppni Útsvars í Sjónvarpi í kvöld. Lið Fljótsdalshéraðs fór hægt af stað en náði þó nokkurri viðspyrnu er leið á keppnina. Hún fór þó fyrir lítið. Liðið má þó vel við una að hafa náð svo langt í keppninni og tapa með aðeins sjö stiga mun. Nokkur fjöldi fólks var á Hótel Héraði í kvöld til að fylgjast með keppninni á breiðtjaldi.

utsvar.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.