Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hafið

XXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett á Hilton Nordica Hotel í Reykjavík í morgun. Halldór Halldórsson formaður sambandsins setti þingi. Í ræðu sinni fjallaði hann einkum um fjármál sveitarfélaga og viðbrögð þeirra við efnahagsvandanum. Hann ræddi þær launalækkanir sem sveitarfélögin hafa orðið að grípa til og hvatti til að fundnar verði leiðir til þess að lækka kostnað við rekstur grunnskóla í samráði við kennara.

11846857251877973637rett_blatt_transparent.gif

Lesa meira

Áhrif kreppunnar á framtíðarsamfélagið

Komið er að annarri hrinu í fyrirlestraröðinni Mannlíf og kreppur sem hefur vakið mikla athygli fyrir nálgun á efni sem tengjast stærsta máli samtímans hér á landi, fjármálakreppunni, og líklegum áhrifum hennar á innviði íslensks samfélags á næstu árum.  Á laugardag 14. mars munu fjórar þjóðkunnar konur flytja erindi um snertifleti fortíðar, samtímans og framtíðar við íslenskar bókmenntir, lögfræði og verkfræði. Lokafyrirlesturinn fjallar svo um uppbyggingu og samhæfingu þjónustu fyrir einstaklinga í atvinnuleit en þar hefur Vinnumálastofnun á Norðurlandi eystra þótt til fyrirmyndar á mörgum sviðum.

Lesa meira

Málefni Helgafells endurskoðuð

Djúpavogsbúar hafa þungar áhyggjur af rekstri dvalarheimilisins Helgafells. Var starfsfólki þar sent uppsagnarbréf fyrir síðustu mánaðarmót og jafnvel var í kortunum að rekstur yrði lagður af og vistmenn sendir á Höfn í Hornafirði eða í Egilsstaði. Nú eru hins vegar líkur til að viðunandi lausn verði fundin á næstu dögum. Íbúar á Djúpavogi afhentu heilbrigðisráðherra í gær undirskriftalista með áskorun um að lausn verði fundin hið bráðasta.

health-care.jpg

Lesa meira

Metsala í fuglafóðri

Vetursetufuglar á Egilsstöðum virðast hafa það bærilegt þessar vikurnar. Þær upplýsingar fengust í Fóðurblöndunni í gær að þar væri búið að selja yfir þrjú tonn af fuglafóðri frá áramótum. Fóður er þar bæði selt laust og í 40 kílóa sekkjum, sem standa að sögn starfsmanna ekkert við í versluninni. Þá er mikil sala í eplum í verslunum enda fara sögur af fólki sem er með tugi silkitoppa og þrasta á sínum snærum og fá þau fersk epli til að naga daglega. Í gær hitti Austurglugginn konu sem er þegar búin að gefa snjótittlingum við hús sitt yfir áttatíu kíló af hveitifræi auk brauðs, fitu og ávaxta og var hún að kaupa þriðja 40 kg pokann frá því í janúar. Fuglarnir launa henni aö sögn með fögrum söng daginn út og inn.

silkitoppa.jpg

Lesa meira

Úrslitaviðureign Útsvars annað kvöld

Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn því lið Fljótsdalshéraðs keppir við Kópavog í lokaúrslitum spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari, annað kvöld í Sjónvarpi. Líkt og síðastliðinn föstudag, þegar lið Héraðsbúa vann sigur á Árborg, mun nýstofnaður íþrótta- og tómstundastjóður Hattar efna til samkomu, en nú á Hótel Héraði. Þar verður keppnin sýnd á breiðtjaldi og boðið upp á veitingar. Til stendur að sjónvarpa beint frá samkomunni í Útsvarsþættinum og því eru stuðningsmenn og velunnarar hvattir til að fjölmenna. Ágóði af aðgangseyri rennur til nýstofnaðs íþrótta- og tómstundasjóðs.

tsvar2.jpg

Lesa meira

Heitt vatn gusast upp í Skaftafelli

Heitt vatn sprautaðist upp úr 300 metra djúpri borholu við tjaldstæðið í Skaftafelli í fyrrinótt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. Skaftafell hefur fram til þessa flokkast sem kalt svæði í jarðfræðilegum skilningi, en áður höfðu verið boraðar tvær holur niður á 200 metra dýpi sem ekkert gáfu. Vatnajökulsþjóðgarður stóð að boruninni ásamt sveitarfélaginu Höfn í Hornafirði sem styrkti hana sérstaklega, en Jarðboranir sáu um framkvæmd verksins.

72287607_vo1xsgdt_icelandaug061248.jpg

Lesa meira

KFF staðfestir nýja leikmannasamninga

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) skrifaði  undir leikmannasamninga við þrjá leikmenn í dag og hefur tryggt sér einn enn að láni. Einnig var gerður nýr samningur við Landsbankann sem héldur áfram að vera einn af aðalstyrktaraðilum KFF. Merki bankans mun vera á búningum félagsins sem og öðru dreifingarefni.

kff_vefur.jpg

Lesa meira

Háskólar kynntir í ME

Nú stendur yfir í Menntaskólanum á Egilsstöðum fundur þar sem allir háskólar landsins, sjö að tölu, kynna námsframboð sitt. Kynningarfundurinn stendur til kl. 15 í dag. Nánari upplýsingar eru á vefnum www.haskoladagurinn.is.

 

367 milljónir í umferðaröryggisáætlun í ár

Skrifað hefur verið undir samninga um sérstakt umferðareftirlit og sjálfvirkt hraðaeftirlit milli Ríkislögreglustjóra annars vegar og hins vegar Vegagerðarinnar og Umferðarstofu fyrir hönd samgönguráðuneytis. Samningarnir gilda í tvö ár og eru hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Framlag til umferðaröryggisáætlunar í ár verður alls 367 milljónir króna.

arekstur_a_fjardarheidi_4-3-20091.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.