367 milljónir í umferðaröryggisáætlun í ár

Skrifað hefur verið undir samninga um sérstakt umferðareftirlit og sjálfvirkt hraðaeftirlit milli Ríkislögreglustjóra annars vegar og hins vegar Vegagerðarinnar og Umferðarstofu fyrir hönd samgönguráðuneytis. Samningarnir gilda í tvö ár og eru hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Framlag til umferðaröryggisáætlunar í ár verður alls 367 milljónir króna.

arekstur_a_fjardarheidi_4-3-20091.jpg

Lesa meira

Bjóst þú á Egilsstöðum í apríl ´99?

Karólína I. Guðlaugsdóttir hafði samband við vefinn og bað liðsinnis við að leita uppi fólk sem bjó á Egilsstöðum vorið 1999 og býr þar kannski enn. Hér er bréf Karólínu og biður hún fólk sem getur gefið upplýsingar um að hafa samband.

kanar_leita_a_flki9vefur.jpg

 

Lesa meira

Fyrirtæki nýti sér innlenda þjónustu

Verkefnastaðan hjá Tandrabergi ehf., sem annast löndunarþjónustu í Fjarðabyggðarhöfnum, er samkvæmt frétt af vef fyrirtækisins ekkert sérstaklega góð um þessar mundir. ,,Eins og allir vita brást loðnuvertíðin og því litla sem veiddist var nánast öllu landað á suðvesturhorninu“ segir í fréttinni.

solbakur_lest1.jpg

Lesa meira

Íslenskt skip á sjóræningjaslóðum

Fiskiskipið Skinney SF, sem er á leið frá Taiwan til Hornafjarðar, mun næstu sólarhringa sigla í herskipavernd meðfram ströndum Sómalíu, þar sem sjóræningjar hafa herjað á skip síðustu misserin.

bilde.jpg

Lesa meira

Glaðningur frá merkum listamanni til barna á Djúpavogi

Á síðasta föstudag barst pakki á skrifstofu Djúpavogshrepps.  Heldur urðu menn hissa þegar hann var opnaður því í honum var fjöldinn allur af smágjöfum.  Í pakkanum var einnig bréf, landakort, myndir o.fl.  Þegar farið var að lesa bréfið kom í ljós að pakkinn var frá Sigurði Guðmundssyni, listamanni og hópnum sem kom með honum í heimsókn á Djúpavog fyrir skemmstu. 

djpivogur_sklabrn.jpg

Lesa meira

Súráli landað í Mjóeyrarhöfn

Flutningaskipið Vega Rosa kom á laugardag til hafnar á Mjóeyri með 48.000 tonn af súráli frá Brasilíu. Reiknað er með að losun taki 4,5 sólarhring ef veður helst gott.

shipphotovegarose.jpg

Bassafiðlan í gegnum aldirnar

Kontrabassa- og látbragðsleikarinn Dean Ferrell verður með tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á morgun, 12. mars. Tónleikarnir eru styrktir af FÍH og FÍT. Ferrell hefur getið sér orð víða um lönd fyrir óvenjulega og bráðskemmtilega tónleika og kvöldskemmtanir, þar sem hann nálgast sígilda tónlist og bókmenntir með afar sérstæðum og oft bráðfyndnum hætti án þess að slá nokkurn tíma af listrænum kröfum.

galgopi

Lesa meira

Tilboða óskað

Húsnefnd Félagsheimilisins Fjarðarborgar á Borgarfirði eystra auglýsir eftir tilboðum í veitingarekstur í húsinu á komandi sumri. Leigutími er frá 1. júní til 31. ágúst 2009. Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi til húsnefndar eigi síðar en föstudaginn 13. mars. Allar nánari upplýsingar veitir Karl Sveinsson í síma 892-9802.

 

 

fjardarborg1.jpg

Köld sundlaug á Eskifirði

Vegna bilunar í Hitaveitu Eskifjarðar má búast við því að sundlaug bæjarins verði köld næstu daga. Reynt verður að halda pottum og vaðlaug heitum fyrir viðskiptavini. Einnig verður líkamsræktin opin eins og venjulega. Tilkynnt verður á vefnum www.fjardabyggd.is þegar viðgerðum lýkur en því miður er óvíst er hvenær það verður.

sundlaug_eskifjrur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.