Austfirsk mær toppar vinsældarlista Rásar 2

Hún er ekki nýgræðingur í tónlist á neinn hátt enda dundað við slíkt mörg síðustu árin með ágætum árangri. Aldrei áður hefur hún þó toppað vinsældalista Rásar 2 eins og hún gerði á laugardaginn var.

Lesa meira

Unimog-inn kominn heim til Seyðisfjarðar

Unimog-bifreið björgunarsveitarinnar Ísólfs, sem skemmdist mikið í stóru skriðunni sem féll á Seyðisfjörð fyrir sléttum þremur árum, kom aftur heim í sumar eftir umfangsmiklar viðgerðir.

Lesa meira

Gleðistund þegar horfin læða fannst aftur eftir fjóra mánuði

Það var ekki laust við bros á vörum þeirra sem fundu læðuna Fluffy á gámasvæðinu á Reyðarfirði seint í síðasta mánuði en hennar hafði þá verið saknað af eigandanum um fjögurra mánaða skeið. Ekki aðeins fannst Fluffy sjálf heldur og nýgotinn kettlingur hennar.

Lesa meira

Útbúa toppaðstöðu fyrir skautafólk á Vopnafirði

Eldheitir áhugamenn um skautaíþróttina hafa nú tekið sig saman á Vopnafirði og útbúið fyrirtaks skautasvell á sparkvelli bæjarins og þar skal dansað á svellinu svo lengi sem frost verður í lofti.

Lesa meira

Allir komi fagnandi á jólaball sunnudagaskólans á Seyðisfirði

Á sunnudaginn kemur verður blásið í alvöru jólaball hjá sunnudagaskóla Seyðisfjarðarkirkju en þar skal fagna hátíðinni með bravúr í safnaðarheimili kirkjunnar að kirkjustund lokinni. Heil hljómsveit mætir á staðinn auk rauðklæddra sveina af fjöllum auk annars en undirbúningurinn ekki alveg verið sáraeinfalt mál að sögn sóknarprestsins.

Lesa meira

Palestínski fáninn blaktir við Herðubreið

Fáni Palestínu hefur blakt við hún við félagsheimilið Herðubreið í á annan mánuð. Fjölmenn friðarstund var haldin í Seyðisfjarðarkirkju síðastliðinn sunnudag.

Lesa meira

Sigraði í jólalagakeppni Borgarbókasafnsins

Egilsstaðabúinn Jens Einarsson fór með sigur af hólmi í jólalagasamkeppni Borgarbókasafnsins sem haldin var fyrir skemmstu. Jens sendi inn lag sem hann samdi fyrir tæpum 20 árum og fékk þá ung börn sín til að syngja.

Lesa meira

Jólamarkaður Jólakattarins á nýjum stað

Á morgun opnast, sextánda árið, dyr hins sívinsæla árlega jólamarkaðar skógarbænda á Héraði, Jólakattarins, á milli klukkan 11 og 16. Að þessu sinni er markaðurinn á nýjum stað.

Lesa meira

Óperusöngvarinn í fornleifauppgreftrinum

Kolbeinn Jón Ketilsson, tenórsöngvari, hefur sungið í nokkrum af þekktustu óperuhúsum heims á sínum ferli. Í sumar var hann meðal þeirra sem störfuðu að fornleifauppgreftrinum á Seyðisfirði og notaði meðal annars tækifærið til að halda tónleika.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.