12. júlí 2023
Ævintýraleg sögustund í Sláturhúsinu
Fjölskylduvænn fjöltyngis viðburður á íslensku, pólsku, ensku og fuglamáli í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í dag klukkan 14:00. Nanna Gunnarsdóttir, leikkona og Magdalena Tworek leiða fjölskyldur í gegnum 30 mínútna gagnvirka sögustund um farfugla Íslands. Aðgangur ókeypis.