20. mars 2023
Tveir Austfirðingar Íslandsmeistarar á Íslandsmóti iðn- og verkgreina
Tveir Austfirðingar og fyrrum nemendur Verkmenntaskóla Austurlands (VA) urðu um helgina Íslandsmeistarar í sínum greinum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Það eru þau Irena Fönn Clemmensen, í hársnyrtiiðn, og Hlynur Karlsson í rafeindavirkjun.