15. mars 2023
SúEllen 40 ára og minningartónleikar Ingvars Lundberg
Hljómsveitin SúEllen fagnar 40 ára afmæli þessa dagana. Laugardaginn næstkomandi mun hljómsveitin koma fram í Bæjarbíó ásamt fleirum á minningartónleikum um Ingvar Lundberg, fyrrum hljómborðsleikara hljómsveitarinnar sem lést síðastliðið sumar aðeins 56 ára gamall.