24. febrúar 2023
Irena Fönn vann tvo titla í hársnyrtikeppni
Irena Fönn Clemmensen, Norðfirðingur, vann til verðlauna á hársnyrtikeppni Canvas sem er á vegum Meistarafélags Hársnyrtisveina á Íslandi. Hún vann tvenn verðlaun, annars vegar fyrir hárgreiðslu og hins vegar fyrir bjarta liti. „Ég er afar sátt með árangurinn og held áfram og stefni hærra,” segir Irena Fönn.