24. ágúst 2022
Ég um mig frá mér til þín
„Meginhugmyndin að baki þessu er að tengja börn og unglinga við listir og menningu og hvetju þau á sama tíma til að standa með sjálfum sér, þora að vera eins og þau vilja vera og styrkja þannig sjálfsmynd þeirra til framtíðar,“ segir Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, verkefnisstjóri menningarhátíðarinnar BRAS sem hefst formlega í dag.