Lífið
Hádegisbænastundir í kirkjum Austfjarða gefa góða raun
Síðan snemma í júnímánuði hafa dyr hinna ýmsu kirkja í Austfjarðaprestakalli verið opnar öllum í sérstökum hádegisbænastundum þar sem fólk getur komið og notið hvað svo sem tilefnið er. Uppátækið hefur sannarlega gefist vel að sögn Benjamíns Hrafns Böðvarssonar sóknarprests.