19. ágúst 2022
Kirkjumiðstöðin að Eiðum fagnar 30 ára afmæli
„Þarna ætlum við og vonandi fjöldi gesta sömuleiðis að koma saman, njóta þessa fagra svæðis og halda upp á þessi tímamót,“ segir Þorgeir Arason, sóknarprestur, en hann er einn þeirra sem kemur að mikilli afmælishátíð Kirkjumiðstöðar Austurlands sem fram fer á Eiðum á sunnudaginn kemur.