27. júlí 2022
Endurvekja hverfastemmningu á Neistaflugi í Neskaupstað
„Við erum að reyna að endurvekja hverfastemmninguna sem var hér á hátíðinni lengi vel þar sem hvert hverfi fyrir sig skreytti sérstaklega í tilteknum litum og miðað við skreytingar víða þá er fólk að taka vel í það sýnist mér,“ segir María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Neistaflugs í Neskaupstað.