Allar fréttir

Beituskúrinn í Neskaupstað fær drjúga andlitslyftingu

Hinn þekkti samkomustaður Beituskúrinn í Neskaupstað er að taka miklum breytingum til hins betra og það starf þegar komið vel á veg. Í sumar geta gestir notið stærra og fallegra útisvæðis við staðinn auk þess sem veitingahúsið sjálft fær upplyftingu. Nýja útlitið er hannað af heimamanninum Ólafíu Zoëga.

Lesa meira

Bólusetningar gengu vel á Vopnafirði í gær

Á fjórða tug barna á Vopnafirði fengu í gær bólusetningu við mislingum. Gripið var til aðgerðanna eftir að smit kom upp í nærsamfélaginu um helgina. Fleiri tilfelli hafa ekki greinst enn.

Lesa meira

Búið að opna Öxi öðru sinni

Vegurinn yfir Öxi var opnaður í annað skiptið á þessu vori. Hún var opnuð snemma í mars en lokaðist aftur. Í framhaldinu verður staðan tekin á vegunum yfir Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði.

Lesa meira

Körfubolti: Úrslitakeppni Hattar lauk í framlengingu gegn Val - Myndir

Leiktíðinni er lokið hjá körfuknattleiksliði Hattar eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla. Valur vann 97-102 eftir framlengdan leik. Valsliðið var yfir allan tímann en Höttur jafnaði í lok venjulegs leiktíma og knúði fram framlengingu.

Lesa meira

Mengun í neysluvatni Breiðdælinga

Lítils háttar kólígerlamengun hefur mælst í neysluvatni á Breiðdalsvík og eru viðkvæmir neytendur hvattir til að sjóða allt vatn sem neyta skal í varúðarskyni.

Lesa meira

Áfram snjóflóðahætta á Austurlandi

Snjóflóð halda áfram að falla í austfirskum fjöllum en ein sautján flóð hafa verið skráð í fjórðungum síðustu tíu dagana. Skíðamaður setti eitt slíkt af stað í Oddsskarði um helgina en engin slys urðu þó á fólki.

Lesa meira

Ný tæki hjá Matís í Neskaupstað flýta greiningu

Tvö ný tæki í starfsstöð Matís ohf. í Neskaupstað eiga að flýta fyrir greiningum sem austfirsk sjávarútvegsfyrirtæki þurfa á hráefni og afurðum sínum. Vilji er til að efla starfsstöðina áfram og er horft til stækkunar húsnæðis.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar