Tvö ný tæki í starfsstöð Matís ohf. í Neskaupstað eiga að flýta fyrir greiningum sem austfirsk sjávarútvegsfyrirtæki þurfa á hráefni og afurðum sínum. Vilji er til að efla starfsstöðina áfram og er horft til stækkunar húsnæðis.
Tímasetningu fundar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hefur verið breytt frá því sem upphaflega var auglýst þar sem fundurinn rakst á við leik Hattar og Vals í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik.
Vegurinn yfir Öxi var opnaður í annað skiptið á þessu vori. Hún var opnuð snemma í mars en lokaðist aftur. Í framhaldinu verður staðan tekin á vegunum yfir Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði.
Ákveðið hefur að flýta bólusetningu barna gegn mislingum á Vopnafirði í kjölfar þess að smit greindist á Norðausturlandi á föstudagskvöld. Fleiri tilfelli hafa ekki greinst enn.
David Guardia Ramos, leikmaður körfuknattleiksliðs Hattar, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að hafa sparkað í leikmann Vals í leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmóts karla síðasta fimmtudagskvöld.
Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur sent frá sér upplýsingar eftir að tilkynning barst um mislingasmit hjá fullorðnum einstaklingi á Norðausturlandi. Viðkomandi er í einangrun í heimahúsi. Einstaklingar sem sóttu hátíð á Vopnafirði um síðustu helgi eru í smithættu.