Allar fréttir
Nýr Kjalvegur – hraðbraut í gegnum hálendið
Á Alþingi liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um endurnýjun vegar yfir Kjöl með einkaframkvæmd en nokkrum sinnum hefur verið reynt að mæla fyrir málinu í gegnum tíðina án árangurs.Samþykkja sölu fjögurra tjaldsvæða Fjarðabyggðar
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt sölu á fjórum af tjaldsvæðum sveitarfélagsins til Ferðaþjónustunnar Fossárdals. Sami aðili mun ennfremur leigja tvö önnur tjaldsvæði næsta sumarið.
Héraðsverk átti lægsta boðið í snjóflóðavarnir í Neskaupstað
Héraðsverk átti lægra boðið af tveimur í gerð snjóflóðavarnagarða undir Nes- og Bakkagiljum í Neskaupstað. Tilboð voru opnuð í gær.Marína Ósk og Ragnar Ólafsson á ferð um Austfirði
Söngvaskáldin Marína Ósk og Ragnar Ólafsson verða næstu daga á Austfjörðum en þau eru á tónleikaferð um landið. Þau koma úr ólíkum áttum, Marína Ósk úr djassi en Ragnar úr rokki.Opna nýju upplýsingamiðstöðina við Hengifoss í næsta mánuði
Ný þjónustu- og upplýsingamiðstöð Fljótsdalshrepps við Hengifoss opnar formlega í næsta mánuði en með henni stórbatnar öll aðstaða fyrir gesti á svæðinu. Nýverið var einnig gengið frá samningi við sérstakan verkefnisstjóra áfangastaðarins.