Allar fréttir

Hvað höfðu biskupsefnin að segja á Austurlandi?

Kosningu til biskups Íslands lýkur á morgun. Nýverið héldu biskupefnin þrjú: Guðmundur Karl, Brynjarsson, Guðrún Karls Helgudóttir og Elínborg Sturludóttir sameiginlegan fund í Egilsstaðakirkju, sem var hluti af hringferð þeirra. Austurfrétt greip niður í helstu spurningar og svör frá fundinum.

Lesa meira

Knattspyrna: Höttur/Huginn fær Fylki í heimsókn

Höttur/Huginn fær úrvalsdeildarlið Fylkis í heimsókn í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Liðið tryggði sér sæti þar með sigri á Völsungi um helgina meðan KFA tapaði fyrir Þór Akureyri. FHL lauk keppni í Lengjubikar kvenna með sigri.

Lesa meira

Uppskeruhátíð tónlistarskóla á Austurlandi vakti lukku

Efnilegt tónlistarfólk frá öllum sveitarfélögum Austurlands steig á svið í Tónlistarmiðstöð Austurlands um helgina og sýndi hvað í þeim bjó með fjölbreyttri efnisskrá sem spannaði allt frá klassík til rokks og róls.

Lesa meira

Hvað merkir að vera biskup Íslands?

Samkvæmt skilgreiningu: Er æðsti embættismaður þjóðkirkjunnar. Hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og starfi hennar í landinu. Skiptir máli fyrir hinn almenna Íslending hver velst til þessa starfs eða skiptir það aðeins máli fyrir starfandi presta og djákna?

Lesa meira

Austfirðingar sigursælir í Íslandsglímunni

Þórður Páll Ólafsson er nýr glímukóngur Íslands og Marín Laufey Davíðsdóttir glímudrottning. Þau búa bæði á Reyðarfirði þótt Þórður Páll glími fyrir UÍA og Marín Laufey fyrir HSK.

Lesa meira

Ekkert verður af kaupum Múlaþings á landi Egilsstaða 2

Þrátt fyrir áhuga landeigenda að jörðinni Egilsstöðum 2, til suðurs af þéttbýlinu á Egilsstöðum, að selja þá jörð ber svo mikið í milli á milli þeirra og sveitarfélagsins Múlaþings með verðhugmyndir að viðræðum var hætt áður en þær komust á formlegt stig.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar