Bæjarráð Fjarðabyggðar þrýstir á um að framkvæmdum við Suðurfjarðaveg verði flýtt með því að ljúka hönnun vegarins í ár þannig hann verði tilbúinn til útboðs.
Einhver stærsta björgunaræfing, sem haldin hefur verið á Austurlandi síðustu ár, fór fram á Seyðisfirði í gær þar sem æfð var möguleg rýming Norrænu vegna eldsvoða. Rúmlega 100 manns tóku þátt í æfingunni.
Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað kröfu GS Lausna um að stöðva tafarlaust samning Fljótsdalshrepps og Múlaþings við Íslenska gámafélagið um sorphirðu, gámaflutninga, gámaleigu og tengda þjónustu. Nefndin kannar hins vegar hvort rétt hafi verið staðið að samningnum.
Innviðaráðuneytið hefur til meðferðar tvær kvartanir Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttur, sveitarstjórnarfulltrúa Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Múlaþingi, vegna ákvarðana nefnda sveitarfélagsins um hæfi hennar við afgreiðslu mála.
Heimspekingurinn Gunnar Hersveinn, Rannveig Þórhallsdóttir, fornleifafræðingur og Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, framhaldsskólakennari, standa fyrir samtali um vínlausan lífsstíl á Tehúsinu annað kvöld.
Höttur leikur í kvöld sinn fyrsta leik í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik þegar liðið mætir Val á Hlíðarenda. Þetta er í fyrsta sinn sem Höttur kemst í úrslitakeppnina en þangað hefur liðið stefnt lengi.
Grunnskólinn sinnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að velferð barna. Skólinn hefur sérstöðu sem opinber stofnun vegna þess að hann er fjölmennur vinnustaður starfsfólks sem valdi sér þann starfsvettvang og nemenda sem hafa ekki val um annað en að mæta í skólann lögum samkvæmt.