Allar fréttir

Skoða hitaveitu á Vopnafirði með varma frá vinnslu Brims

Gangi hugmyndir sjávarútvegsfyrirtækisins Brims á Vopnafirði eftir að fullu gæti verið vel hægt að nýta orku vinnslustöðva fyrirtækisins til keyrslu fjarvarmaveitu. Slík veita gæti hugsanlega nýst til að hita upp hluta þorpsins sjálfs.

Lesa meira

Ánægja með heilsugæslurnar austanlands í nýrri þjónustukönnun

Þjónusta öll er vel yfir meðallagi, aðgengið gott og almennt mikið traust ríkir til þeirra heilsugæslna sem Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) rekur víða á Austurlandi samkvæmt nýrri þjónustukönnun meðal notenda. Hækkar einkunn HSA í flestum flokkum samanborið við sömu könnun fyrir tveimur árum síðan.

Lesa meira

Silkitoppur gera vart við sig á Austurlandi eftir langt hlé

Óvenju margar tilkynningar um fuglategundina silkitopp bárust frá Austurlandi í síðustu vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands sem gerð var í byrjun janúar. Helmingur allra tilkynninga um þann fugl á Íslandi frá þeim fjórðungi.

Lesa meira

RARIK hættir með fjarvarmaveituna á Seyðisfirði í ár

RARIK hefur ákveðið að hætta rekstri fjarvarmaveitu á Seyðisfirði í ár, sjö árum eftir að fyrst var tilkynnt um ákvörðunina. Fyrirtækið telur dreifikerfið innanbæjar vera að eyðileggjast. Við bætist mikið tap vegna orkuskerðingar. Það býðst til að gefa Múlaþingi veituna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar