Fulltrúar sveitarfélaganna Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs áttu sl. þriðjudag fund með samgönguráðherra og fleiri fulltrúum samgönguráðuneytisins á Egilsstöðum. Fundarefnið var hugsanleg sameining sveitarfélaganna sem nú er til athugunar.
Austurglugginn er að þessu sinni helgaður sjómönnum, enda sjómannadagurinn á morgun og mikið um að vera í sjávarplássum um helgina. Meðal efnis eru umfjallanir um fyrirhugaða fyrningarleið stjórnvalda og stöðu sjávarútvegsins um þessar mundir, ásamt viðtölum við sjómenn og fleiri sem lifa og hrærast í sjósókninni. Austurglugginn - ferskur og spriklandi - fæst á betri blaðsölustöðum.
Í tilefni af sjómannadeginum, þá bauð vélsmiðjan Hamar ehf. á Eskifirði, krökkum að koma og smíða báta á verkstæði fyrirtækisins á Eskifirði sem er eitt af fimm vélsmiðjum sem Hamar ehf rekur um landið. Um 30 krakkar komu og margir bátar voru smíðaðir. Margir góðir skipasmiðir voru í hópnum og örugglega verðandi sjómenn og útgerðarmenn.
Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum á Héraði, segist hafa
sívaxandi áhyggjur af gróðurbrunum á Héraði. Slökkvilið hefur seinustu
tvær vikur verið kallað tvisvar út vegna sinubruna á svæðinu.
Fjarðabyggð vann ÍR 4-3 í æsilegum leik á Eskifjarðarvelli á
föstudagskvöld. Þjálfari Fjarðabyggðar sagði að það hefði verið
ólöglegt að tapa fyrir Breiðholtsliði í upphafi sjómannadagshelgar. Fleiri leikir voru spilaðir um helgina.