Allar fréttir

Hrafna Hanna í úrslit Idol

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, 21 árs söngkona úr Djúpavogshreppi, komst á föstudagskvöld í úrslit Idol-Stjörnuleitar á Stöð 2.

 

Lesa meira

Vegfarendur hafi enn varann á

Á norðaustanverðu landinu snjóaði víða nú í morgunsárið og vindur var úr norðvestri, 14-19 m/sek. Á Austfjörðum er rigning eða slydda, snjókoma til fjalla og 7-17 m/sek. Hiti rétt ofan við frosmark.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er stórhríð á Fjarðarheiði og 15 m/sek. Skafrenningur, krapi og snjór er á Fagradal og 14 m/sek og hálkublettir á Oddskarði. Öxi er ófær og á Breiðdalsheiði er þæfingur og stendur samkvæmt korti Vegagerðarinnar til að moka þar. Vegfarendur er beðnir að kynna sér færð á vegum áður en lagt er upp.

veur_net.jpg

Lesa meira

Stórt fimleikamót framundan - undirbúningsfundur í dag

Laugardaginn 16. maí verður síðasta fimleikamót vetrarins í 1. deild Fimleikasambands Íslands haldið á Egilsstöðum.  Aðkomufólk gæti orðið á fjórða hundrað talsins og keppendur verða um þrjú hundruð að meðtöldum keppendum fimleikadeildar Hattar. Auður Vala Gunnarsdóttir segir mótið verða eitt af þeim glæsilegri á þessum fimleikavetri sem nú er senn á enda. Mörg af bestu liðum landsins komi til mótsins. Í dag verður í Hettunni á Egilsstöðum haldinn undirbúningsfundur vegna mótsins og þeir sem vilja og geta lagt deildinni lið við undirbúninginn eru boðnir velkomnir. Fundurinn hefst kl. 18.

fimleikar.jpg

Síminn lokar á nafnlaus sms af vefsíðu

Ekki er lengur unnt að senda nafnlaus SMS skilaboð af vefsíðu  Símans, heldur verða öll SMS skilaboð auðkennd með símanúmeri sendanda. Tilgangurinn er að auka öryggi við notkun SMS skilaboða. Einungis viðskiptavinir Símans munu eftirleiðis geta nýtt sér Vef-SMS og þá eingöngu með því að auðkenna sig með símanúmeri.  Viðtakandi SMS-skilaboða veit því ávallt hver sendandinn er.

Þess eru dæmi að þjónusta á borð við auðkennislaus SMS hafi verið misnotuð í viðskiptum með fíkniefni sem og í eineltismálum.

siminn_logo_allcolors.jpg

Lesa meira

Afrískur galdur í snjókomunni

Leikskólabörn af leikskólanum Tjarnarlandi á Egilsstöðum og mæður þeirra sýndu tilþrif í íþróttahúsi bæjarins í morgun undir villtum trumbuslætti. Var börnum og mæðrum boðið í afró-sveiflu í tilefni af mæðradeginum á sunnudag. Afríska trommutónlistin náði augljóslega vel til krakkanna sem sveifluðu sér í dansinum ekki síður en mömmurnar.

 afró

Lesa meira

Skemmtilegar myndir á heraust.is

Ýmsu nýju efni hefur nú verið bætti inn á vef Héraðsskjalasafns Austurlands, www.heraust.is. Þar má m.a. finna frétt um nýliðna viðburði í starfsemi safnahússins, undir flokknum Fróðleikur má finna nýjan pistil eftir Guðgeir Ingvarsson um Guðnýju Þorsteinsdóttur frá Lindarbakka í Borgarfirði og gögn í vörslu héraðsskjalasafnsins sem henni tengjast. Hrafnkell Lárusson ritar pistil um nýafstaðinn skjalavarðafund og síðast en ekki síst er komin ný myndasýning á heimsíðuna, en hún nefnist Bæjarhátíðir og íþróttaviðburðir.

Lesa meira

Ökumenn sýni aðgæslu vegna færðar

Á Norðaustur- og Austurlandi er vetrarfærð. Snjóþekja og éljagangur er á Víkurskarði og ófært er á Hólasandi. Snjóþekja og éljagangur er á Mývatnsheiði og þæfingsfærð og skafrenningur á Mývatns - og Möðrudalsöræfum og snjóþekja og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði. Snjóþekja er á Sandvíkurheiði, Vatnsskarði eystra og einnig út við ströndina. Þæfingsfærð og snjókoma er á Fjarðarheiði og snjóþekja á Fagradal. Hálkublettir og skafrenningur eru á Oddskarði. Snjóþekja er á Breiðdalsheiði og ófært er á Öxi.

enn_snjar_vefur.jpg

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar