Þann 4. maí afhenti Breiðdalsdeild Rauða kross Íslands nýtt hjartastuðtæki til notkunar í íþróttahúsi og sundlaug Breiðdælinga. Tækið er hálfsjálfvirkt PAD-tæki, afar einfalt í notkun og ,,talar" íslensku við þann sem gæti þurft að nota það. Fyrr í vetur fékk björgunarsveitin Eining samskonar tæki að gjöf frá aðstandendum Þórs Rúnars Baker, sem lést í bílslysi í Berufirði, og er það tæki staðsett í Land Rover-bifreið sveitarinnar.
Nú þegar átakið „Hjólað í vinnuna“ er hafið má sjá mikla aukningu hjólreiðarfólks á götum úti. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur alla landsmenn til að nota alltaf þann sjálfsagða öryggisbúnað sem reiðhjólahjálmurinn er þegar hjólað er. Hjálmurinn ver fyrir alvarlegum höfuðáverkum í 80% til 85% tilfella en alvarlegustu slysin verða þegar hjólað er í bílaumferð.
Fjórar námsbrautir hefjast í haust hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Allt sem þarf til að stunda fjarnám hjá Endurmenntun er nettengd tölva. Það skiptir því engu máli hvar viðkomandi er staddur á landinu. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur frá árinu 2005 kenntnámsbrautir sem hægt er að stunda í fjarnámi.
Nú um mánaðarmótin lauk veiðitímabilum fyrir loðnu og síld (sumargotssíld). Samkvæmt 1. mgr. 15. grein laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, skulu tilkynningar um flutning aflamarks hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 15 dögum eftir að veiðitímabili lýkur. Samkvæmt þessu er föstudagurinn 15. maí síðasti dagurinn þar sem heimilt að tilkynna um flutning aflamarks í þessum tegundum.
Frumkvöðlanámskeið fyrir innflytjendur verður haldið á vegum Þekkingarnets Austurlands dagana 16.-30. maí 2009. Námið er skipulagt þrjá laugardaga í maí þar sem þátttakendur fá þjálfun í þróun viðskiptahugmynda, gerð viðskiptaáætlunar, fjármögnun og samningatækni. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni drög að viðskiptaáætlun með aðstoð leiðbeinanda.
Samtök atvinnulífsins telja að það muni valda óbætanlegum skaða ef stýrivextir verði ekki lækkaðir verulega í vikunni. SA áttu í gær fund með fulltrúum ríkisstjórnarflokkanna ásamt aðilum vinnumarkaðarins. Þór Sigfússon, formaður SA, segir atvinnulífið hrópa eftir aðgerðum og því hafi verið komið til skila.
Í dag hefst fyrirtækjakeppnin "hjólað í vinnuna" og stendur í 20 daga. Einu gildir hvort fólk hjólar, skokkar, gengur eða notar línuskauta, allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur.