Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands fór fram síðastliðinn mánudag. Meðal umfjöllunarefna sem urðu að tillögum til m.a. ríkisvaldsins má nefna andstöðu við aðild að Evrópusambandinu, hækkað verð hreindýraleyfa, rýmkun veiðitíma gæsa, áhyggjur af umferð hreindýraveiðimanna í afréttum sauðfjár og upprunamerkingu matvæla. Þá lýsti fundurinn ánægju með þá nýsköpun og kraft sem er í sveitum Austurlands. Eftirfarandi eru tillögur aðalfundarins:
Í síðustu viku voru Andrésarleikarnir haldnir á Akureyri í þrítugasta og fjórða skiptið.Að þessu sinni voru 792 keppendur skráðir til leiks og þar af komu 69 keppendur frá Fjarðabyggð. Fjarðabyggðarkrakkarnir vöktu sérstaka athygli því þeir röðuðu sér á glæsilegan máta upp í skrúðgöngu sem var hluti setningarhafhöfn leikanna.Allir krakkarnir voru með Fjarðabyggðarbuff á höfðinu þannig að það fór ekki milli mála hvaðan þau komu. Var það mál manna að þarna hefði komið til leikanna einkar föngulegur og prúðmannlegur hópur.
Sjávarútvegsráðherra ákveð í gær að lengja veiðitíma grásleppu um viku og verður þannig við beiðni Landssambands smábátaeigenda. Verð á grásleppuhrognum er í sögulegu hámarki. Grásleppuveiðar voru heimilaðar í fimmtíu og fimm daga en það hefur nú verið lengt í sextíu og tvo daga, sem gefur grásleppukörlum aukið svigrúm til veiðanna.
Í dag, 1. maí, verður opnuð sýning á Skriðuklaustri í tilefni 70 ára frá byggingu hins einstæða húss Gunnars Gunnarssonar skálds. Á sýningunni er í máli og myndum sagt frá þessu ótrúlega ævintýri 1939 þar sem hátt í hundrað manns unnu sex daga vikunnar frá vori og fram að jólum við að reisa stórhýsið.
Lokahátíðir Stóru upplestrakeppninnar fóru fram í Neskaupstað og á Seyðisfirði 22. apríl síðastliðinn. Auk upplestranna voru skemmtiatriði. Í Nesskóla lásu þrettán þátttakendur frá Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað og Eskifirði. María Von Pálsdóttir í Grunnskóla Breiðdalsvíkur sigraði með sínum lestri og í öðru sæti varð Iveta Krasimirova Kostova frá Nesskóla og í því þriðja Almar Blær Sigurjónsson, Grunnskóla Reyðarfjarðar. Á Seyðisfirði tóku fjórtán þátttakendur frá sjö skólum þátt. Í fyrsta sæti varð Glúmur Björnsson, Egilsstaðaskóla, í öðru sæti Sveinn Hugi Jökulsson, Grunnskóla Borgarfjarðar og í þriðja sæti Heiðdís Sigurjónsdóttir í Egilsstaðaskóla.
Þinghópur Borgarahreyfingarinnar lýsir áhyggjum sínum af hægagangi og foringjastjórnmálum í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Segir í tilkynningu að þinghópurinn hvetji til víðtækara samráðs við nýkjörið þing, sem verði kallað saman hið fyrsta. Mótmæli við Alþingi sl. janúar hafi ekki snúist um Evrópusambandið heldur um bankahrunið og aðgerðarleysi stjórnvalda. Brýn mál er varða aðstoð við heimilin og fyrirtækin í landinu verði að hafa forgang.
Margt ber á góma í Austurglugganum að vanda. Velt er vöngum yfir 1. maí, baráttudegi verkalýðsins, og staðan tekin á Austurlandi hjá formönnum verkalýðsfélaganna. Auk ýmissa frétta úr fjórðungnum er svo farið yfir úrslit kosninganna. Við hvílum matgæðinginn þessa vikuna, en í næstu viku fáum við uppskriftir frá nýjum þingmanni Austfirðinga; Jónínu Rós Guðmundsdóttur.