Allar fréttir

Hafnarbyggð 16 fellur ekki undir verndarákvæði um minjar

Þuríður Elísa Harðardóttir minjavörður Austurlands segir að húsið Hafnarbyggð 16, Gamla rafstöðin, á Vopnafirði falli ekki undir verndarákvæði laga um menningarminjar. Minjastofnun harmar hinsvegar ákvörðun um að rífa húsið og hvetur til þess að leitað sé annarra leiða og því fundið hlutverk.

Lesa meira

Blængur NK fer í mánaðartúr í Barentshafið

Frystitogarinn Blængur NK mun halda til veiða í Barentshafi á morgun. Reiknað er með að veiðiferðin muni taka 34 daga. Það mun taka skipið um þrjá og hálfan sólarhring að sigla á þessi mið.

Lesa meira

Vinnu við Mjóafjarðarlínu er lokið

Vinnu við Mjóafjarðarlínu lauk í gærdag. Því miður tókst ekki að ljúka öllum tengingum og er áframhaldandi vinna áætluð á morgun ef verður leyfir. Rafmagnslaust verður þá utan við Hánefsstaði og rafmagnstruflanir í Mjóafirði í dag frá kl 11 til 16 vegna vinnu við háspennustreng i Brekkugjá.

Lesa meira

Komnar með prjónadagbók á Karolina Fund

Þær Bylgja Borgþórsdóttir og Esther Ösp Gunnarsdóttir eru komnar á Karolina Fund þar sem þær hyggjast afla sér fjár til að gefa út Prjónadagbókin mín. Eins og nafnið gefur til kynna er um nokkurskonar verkdagbók að ræða þar sem prjónakonur geta skráð prjónaverk sín á persónulegan hátt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar