Allar fréttir

Vinna við snjóflóðavarnir í Neskaupstað hálfnuð

Framkvæmdum við þriðja áfanga snjóflóðavarna, byggingu varnargarðs og keila, ofan byggðar í Neskaupstað eru nú í fullum gangi og miðar vel áfram. Vinna við verkið hófst í júlí 2019 og er áætlað að henni ljúki í desember 2021. Framkvæmdir hafa gengið mjög vel og er verkið um það bil hálfnað.

 

Lesa meira

Nýtt lag um faðmlög frá Guðmundi R.

Norðfirski söngvarinn Guðmundur R. hefur gefið út nýtt lag sem talar beint inn í okkar samtíma. Lagið heitir Svona er lífið og er fáanlegt á helstu streymisveitum s.s. Spotify og Apple music.

Lesa meira

Hvetja fjölskyldur til að verja vetrarfríinu eystra

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands beinir því til foreldra og forráðamanna að leggja ekki í langferðir í vetrarfrí grunnskólanna sem hefst á næstu dögum til að fyrirbyggja útbreiðslu Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Borgfirskur lundi á lista yfir bestu náttúrulífsmyndir ársins

Mynd af lunda á Borgarfirði eystra með gogginn fullan af fiski er meðal þeirra sem koma til greina sem náttúrulífsmynd ársins í samkeppni tímaritsins National Geographic í Hollandi. Ljósmyndarinn segist hafa skemmt sér stórkosta tímunum saman með að fylgjast með lundanum í Hafnarhólmanum.

Lesa meira

Síld flæðir yfir kolmunnaslóðina

Uppsjávarskipin Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK komu til Neskaupstaðar í gær og í morgun með síldar- og kolmunnaafla. Börkur NK er síðan væntanlegur í dag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar