Útlit er fyrir 320 milljónir vanti upp á áætlaðar tekjur Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem eftir helgi sameinast í nýtt sveitarfélag. Oddvitar nýmyndaðs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segja sveitarfélagið hafa burði til að standa þetta högg af sér en þó verði að fara yfir allar áætlanir.
Oddviti Framsóknarflokks hafnar því að framboðið beri skarðan hlut frá borði þrátt fyrir að vera aðeins með formennsku í einn af fjórum fastanefndum samkvæmt meirihlutasamkomulagi flokksins við Sjálfstæðisflokkinn í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Nýr málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerir ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái bæði forseta bæjarstjórnar og formann byggðaráðs í Múlaþingi. Framsóknarflokkur fær aftur á móti formennsku í nýju umhverfis- og framkvæmdaráði. Björn Ingimarsson verður áfram bæjarstjóri.
Aðeins ein kona verður í meirihluta fyrstu sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Oddviti Sjálfstæðisflokks kveðst fagna umræðunni um jafnréttismál.
Starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Austurlands undirbýr sig þessa stundina um að taka á móti togara sem er á leið til Seyðisfjarðar þar sem skipverjar hafa fundið fyrir einkennum sem svipar til Covid-19.
Höttur/Huginn og Einherji unnu í gær mikilvæga sigra í fallbaráttu þriðju deildar karla í knattspyrnu. Hvorugt liðið er þó óhult enn. Leikni Fáskrúðsfirði er í verulega erfiðum málum í fyrstu deildinni.
Um sjötíu kílómetrar í loftlínu skildu að oddvita Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er þeir undirrituðu samkomulag um samstarf flokkanna í meirihluta í nýju sveitarfélagi á Austurlandi í dag. Uppbygging nýs leikskóla á Egilsstöðum er meðal þeirra verkefna sem meirihlutinn hyggist ýta úr vör á kjörtímabilinu.