Allar fréttir
Mikil úrkoma í kortunum á Austfjörðum
Gul veðurviðvörun er áfram í gildi á Austfjörðum en spáð er mjög mikilli úrkomu þar í dag. Á kortinu sem fylgir með þessari frétt má sjá stöðuna eins og hún er talin verða um fjögurleytið.Fyrsti dagurinn viðburðaríkur
Jón Björn Hákonarson mætti til vinnu í morgun í fyrsta sinn sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann lýsir fyrsta deginum sem viðburðaríkum en framundan eru ýmis krefjandi úrlausnarefni.Amerískt – látum það ganga!
„Þegar þú verslar hér heima skilar það sér aftur til þín. Þú styður við framleiðslu, ferskleika, úrval og gæði. Þannig skapast verðmæti og ný störf, samfélaginu til góða.“ Þannig hljóma skilaboð til Íslendinga í markaðsherferð sem nú er í gangi undir kjörorðinu „Ísland – Láttu það ganga.“Gul veðurviðvörun fyrir Austfirði í nótt og á morgun
Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austfirði í nótt og fram eftir degi á morgun. Gildir viðvörunin frá því kl. 18.00 í dag og fram til kl. 16.00 á morgun.