Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austurland að Glettingi í nótt. Gildir viðvörunin frá því klukkan 22 í kvöld og til klukkan 11 á morgun.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks halda í dag áfram viðræðum um myndun meirihluta í nýju sveitarfélagi á Austurlandi. Oddviti Sjálfstæðisflokks segir viðræður ganga vel þótt þær séu skammt á veg komnar.
Landshlutasamtök sveitarfélaga standa þessa dagana fyrir sameiginlegri íbúakönnun á Íslandi. Íbúar á Austurlandi eru hvattir til að taka þátt í könnuninni því að því fleiri sem taka þátt því betur er hægt að leggja mat á og vinna úr niðurstöðunum.
Norðfirðingarnir Jón Hilmar Kárason og Þorlákur Ægir Ágústsson eru mennirnir á bakvið hljómsveitina Senga‘s Choice sem á næstunni sendir frá sér breiðskífuna Ideas & Secrets. Sveitin spilar tónlist sem hljómsveitarmeðlimir skilgreina sem „Frog Prog.“
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur íbúa til að halda vöku sinni í baráttunni gegn Covid-19 faraldrinum. Þótt staðan sé góð í augnablikinu geti hún breyst snarlega til hins verra.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að flýta gerð nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Sléttuá á Reyðarfirði. Brúin er umferðarmesta einbreiða brúin á þjóðvegi 1 á Austurlandi.