Allar fréttir

Þarf að halda áfram að bæta brunavarnir í iðnaðarhverfinu

Slökkviliðsstjóri Múlaþings segir þörf á að halda áfram að efla brunavarnir í iðnaðarhverfinu við Miðás á Egilsstöðum. Þótt mannleg mistök hafi valdið því að ekki fékkst vatn úr brunahana við slökkvistarf í gær sé áfram þörf á úrbótum. Slökkviliðið hefur þrisvar á innan við tveimur árum verið kallað út á svæðið.

Lesa meira

Opnað til Mjóafjarðar

Vegagerðin lauk um helgina við að opna veginn til Mjóafjarðar og telst hann greiðfær öllum bílum. Allt að fjögurra metra háir skaflar eru meðfram veginum þar sem mest lætur.

Lesa meira

Minn maður

Forsetakosningar eru framundan og sumir kalla þær lýðræðisveislu. Margir ágætis frambjóðendur eru í boði fyrir okkur kjósendur og var forvitnilegt að sjá þá alla á dögunum í kappræðum í Sjónvarpinu. Sumir voru betri en ég bjóst við og aðrir mun lakari, rétt eins og fólk væri ekki undirbúið. Ég hélt í einfeldni minni að ef maður færi í framboð, þá væri maður vel undirbúinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar