Ekki er enn hægt að lýsa því fullkomlega yfir að náðst hafi að hefta útbreiðslu mislinga á Norðausturlandi eftir að einstaklingur þar greindist með sjúkdóminn um miðjan apríl. Sá tími er þó liðinn sem aðrir eiga að hafa getað smitast.
Formaður fjölskylduráðs Fjarðabyggðar segir mistök hafa orðið til þess að rangar upplýsingar fóru út frá sveitarfélaginu um breytingar á þjónustu í Breiðabliki, þjónustuíbúðum aldraðra í Neskaupstað. Íbúi segir fólkið í húsinu hafa farið tiltölulega sátt út af fundi með forsvarsfólki sveitarfélagsins í gær.
Maríus Halldórsson og hundurinn Rosi, frá Hallgilsstöðum í Langanesbyggð, urðu hlutskarpastir í keppni smalahunda á Eyrarlandi í Fljótsdal síðasta síðasta haust. Mótið er kennt við Spaða, nafntogaðan hund Þorvarðar Ingimarssonar, bónda á Eyrarlandi, sem keppti þó ekki sjálfur að þessu sinni.
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð, vill að bæjarfélagði gefi það út að ekki verði farið í fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á skólum sveitarfélagsins fyrir næsta skólaár. Hún óttast að áformin hafi þegar haft þau áhrif að margt fagfólk hafi ákveðið að hætta. Formaður bæjarráðs segir slíkar yfirlýsingar ótímabærar.
Síldarvinnslan hefur sett uppsjávarveiðiskiptið Bjarna Ólafsson AK á söluskrá þar sem fá verkefni eru fyrir það. Skipið er í góðu ásigkomulagi, nýkomið úr slipp. Frábærri kolmunnavertíð er að ljúka.
Gravelines í Frakklandi hefur til margra ára verið vinabær Fáskrúðsfjarðar og síðar Fjarðabyggðar. Lögð er rækt við að viðhalda þeim tengslum. Þar er haldin Íslandshátíð á hverju hausti sem fulltrúar frá Fjarðabyggð sækja.
Minnihlutinn í hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps átelur oddvita sveitarstjórnar fyrir vinnubrögð hans við launaútreikning til síns er hann leysti tímabundið af sem staðgengill sveitarstjóra. Oddvitinn segist hafa leitað álits Sambands íslenskra sveitarfélaga við ákvörðunina.