Allar fréttir

Vitnaði í Kim Larsen í jómfrúarræðunni

María Hjálmarsdóttir, varaþingmaður frá Eskifirði, vitnaði í danska tónlistarmanninn Kim Larsen þegar hún flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hún ræddi þar stöðu barna sem eiga foreldra sem standa einhverra hluta vegna höllum fæti.

Lesa meira

Seldu bláber til hjálpar sýrlenskum börnum

Fjórar ungar stúlkur færðu nýverið Rauða krossinum á Héraði rúmar 13.000 krónur sem þær öfluðu með sölu bláberja fyrir utan matvörubúðir á Egilsstöðum. Upphæðin er ætluð til styrktar sýrlenskum börnum.

Lesa meira

„Þetta var augnablik í mínu lífi þar sem ég mætti öllu mínu lífi“

„Í rauninni er ég bara í rusli, ég er búinn að gráta svo mikið af þakklæti,“ segir Fellbæingurinn og guðfræðingurinn Hjalti Jón Sverrisson, sem vígður var til prests síðastliðinn laugardag. Hann hefur verið skipaður safnaðarprestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Lesa meira

„Þetta er málefni sem allir tengja við“

„Hér var svaka stuð í gær og við vorum ótrúlega ánægð að fá svo góða þátttöku,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, en í fjölmargir lögðu leið sína í fyrirtækið í gær og perluðu armbönd til styrktar Krafts, styrktarfélags ungs fólks sem hefur greinst með krabbamein.

Lesa meira

80 þúsund króna reikningur varð að 450 þúsund króna dómsmáli

Héraðsdómur Austurlands hefur gert karlmanni á þrítugsaldri að greiða organista alls 450.000 krónur í málskostnað og fyrir þjónustu í jarðarför. Maðurinn neitaði að greiða reikning organistans því hann skildi prestinn á þá á leið að þjónusta organista og kórs væri honum að kostnaðarlausu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar