María Hjálmarsdóttir, varaþingmaður frá Eskifirði, vitnaði í danska tónlistarmanninn Kim Larsen þegar hún flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hún ræddi þar stöðu barna sem eiga foreldra sem standa einhverra hluta vegna höllum fæti.
Fjórar ungar stúlkur færðu nýverið Rauða krossinum á Héraði rúmar 13.000 krónur sem þær öfluðu með sölu bláberja fyrir utan matvörubúðir á Egilsstöðum. Upphæðin er ætluð til styrktar sýrlenskum börnum.
Inga Rún Sigfúsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, opnaði nýverið fyrirtækið Fjölskylduþjónustu Austurlands á Reyðarfirði. Markmið þess er að veita persónulega og faglega þjónustu sem mætir þörfum skjólstæðinga.
„Í rauninni er ég bara í rusli, ég er búinn að gráta svo mikið af þakklæti,“ segir Fellbæingurinn og guðfræðingurinn Hjalti Jón Sverrisson, sem vígður var til prests síðastliðinn laugardag. Hann hefur verið skipaður safnaðarprestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.
„Hér var svaka stuð í gær og við vorum ótrúlega ánægð að fá svo góða þátttöku,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls, en í fjölmargir lögðu leið sína í fyrirtækið í gær og perluðu armbönd til styrktar Krafts, styrktarfélags ungs fólks sem hefur greinst með krabbamein.
Héraðsdómur Austurlands hefur gert karlmanni á þrítugsaldri að greiða organista alls 450.000 krónur í málskostnað og fyrir þjónustu í jarðarför. Maðurinn neitaði að greiða reikning organistans því hann skildi prestinn á þá á leið að þjónusta organista og kórs væri honum að kostnaðarlausu.