Tveir þingmenn úr Norðausturkjördæmi eru meðal flutningsmanna að tillögu til þingsályktunar um vistvæn opinber innkaup á matvöru. Markmið frumvarpsins er bætt velferð dýra og verndun umhverfis.
Viðar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Hattar í knattspyrnu karla. Viðar hefur undanfarin ár þjálfað Leikni Fáskrúðsfirði en lét af þeim störfum í lok nýliðnnar leiktíðar.
Bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að ekki sé útlit fyrir að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist fyrr en eftir tíu ár, samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi nýverið.
Fulltrúar í bæjarstjórn Seyðisfjarðar eru tilbúnir að skoða af fullri alvöru að innheimta veggjöld í Fjarðarheiðargöng verði það til þess að flýta fyrir framkvæmdum. Formaður bæjarráðs segir tíðindi í síðustu viku skapa vendipunkt í gangabaráttunni.
Enn eitt aðsóknarmetið var slegið á Tæknidegi fjölskyldunnar sem haldinn var í Verkmenntaskóla Austurlands síðastliðinn laugardag, en verkefnastjóri telur að um 1700 manns hafi mætt á staðinn.
„Við Þorvaldur Davíð erum systkinabörn og höfum oft rætt í fjölskylduveislum hve mikið okkur langar að koma austur með metnaðarfullt verkefni,“ segir söngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir, en hún og leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sameina krafta sína ásamt fleirum og frumflytja óperuna The Raven's kiss í Herðubreið á Seyðisfirði næsta sumar.