Allar fréttir
Bjórinn Naddi fékk fyrstu verðlaun í alþjóðlegri keppni
Fjórir bjórar frá KHB Brugghúsi á Borgarfirði hlutu nýverið verðlaun í alþjóðlegri samkeppni, London Beer Competition, þar af fékk lagerbjórinn Naddi gullverðlaun. Aðstandendur brugghússins segja viðurkenningarnar veita þeim fullvissu um að þeir séu á réttri leið.Takmarkaðar vonir um makríl í íslenskri lögsögu í sumar
Takmarkaðar vonir virðast á að makríll gangi upp að Íslandi í sumar. Stofninn hefur minnkað á heimsvísu undanfarin ár. Hitastig austan við landið virðist hafa sitt að segja á göngu makrílsins.Helgin á Austurlandi: Kántrístæll í messuhaldi á Eskifirði
Austfirðingar ættu flestir að finna eitthvað skemmtilegt í menningar- og íþróttalífinu í fjórðungnum þessa helgina. Kántrímessa heillar eflaust suma og vafalítið verður fjölmennt á vorsýningu Valkyrjunnar á Vopnafirði. Svo verður líf á Fjarðarheiðinni svo um munar því þar fara fram tveir stórir viðburðir.
Matarvagninn á Djúpavogi gerir út á veitingar úr héraði
Berglind Einarsdóttir og Gauti Jóhannesson, sem hafa haldið úti ferðaþjónustufyrirtækinu Adventura, hófu í fyrrasumar rekstur matarvagns í hjarta Djúpavogs. Viðtökurnar í fyrra voru góðar og þau eru aftur komin á stjá.Áforma 18 holu frisbígolfvöll í Selskógi
Ungir menn úr Ungmennafélaginu Þristi undirbúa uppsetningu keppnisvallar í fullri stærð, með 18 holum, fyrir frisbígolf í Selskógi. Þeir segja birkiskóginn geta verið erfiðan viðfangs en um leið gera völlinn einstakan.Heilar tólf lóðir til úthlutunar á Djúpavogi
Skipulagsfulltrúi Múlaþings vinnur nú að því að auglýsa formlega bæði íbúða- og atvinnulóðir á Djúpavogi og það einar tólf talsins. Ár og dagur er síðan slíkur fjöldi lóða var auglýstur á staðnum.