Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggur áherslu á að vel verði hugað að áhrif virkjunar í Þverá á búsetusvæði laxa sem ganga í Hofsá þegar umhverfisáhrif virkjunarinnar verða metin.
„Það skiptir öllu máli að læra tungumálið í því samfélagi sem þú býrð, það er erfitt að komast inn í það án þess og mikil hætta á að lenda utanveltu,“ segir Berglind Einarsdóttir kennari, en metþátttaka hefur verið í íslenskukennslu á vegum Austurbrúar í Djúpavogshreppi að undanförnu.
„Er þetta ekki örugglega dóttir þín á þessari mynd,“ sagði björgunarsveitarmaðurinn sem hafði samband við mig á Facebook til þess að fá leyfi til að birta myndina á síðu sveitarinnar eftir flugslysaæfingu sem fram fór á Egilsstaðaflugvelli á dögunum.
Þrettán leikmenn úr þremur austfirskum íþróttaliðum voru í íslensku U-17 ára landsliðunum í blaki sem komu saman til æfinga á Húsavík um helgina. Blaktímabilið hófst á sama tíma með meistarakeppni.
„Kvenfélagskonurnar á Reyðarfirði báðu okkur um að koma til sín og það gerðum við með glöðu geði,“ segir Fáskrúðsfirðingurinn Albert Eiríksson, en hann og Bergþór Pálsson voru gestir á fundi Kvenfélags Reyðarfjarðar fyrir stuttu.
Nýir úrskurðir um starfsleyfi fiskeldis á Austfjörðum hafa ekki áhrif á rekstur laxeldir á Austfjörðum. Þeir kunna hins vegar að hafa áhrif á starfsleyfi sem sótt hefur verið um.