Skoða þarf möguleg áhrif af virkjun Þverár í Vopnafirði á uppeldisstöðvar fyrir laxfiska sem veiðast í Hofsár. Ger er ráð fyrir tveggja hektara uppistöðulóni og vatni verði miðlað um niðurgrafna pípu niður í stöðvarhús á láglendi.
Tehúsið Hostel á Egilsstöðum opnaði síðastliðið vor en húsið er upprunalega gamalt trésmíðaverkstæði. Eigendurnir segja gildi starfseminnar vera gleði, sjálfbærni og heiðarleika.
„Meginmarkmið með æfingu sem þessari er að æfa flugslysaáætlun en hana má heimfæra á öll hópslys og því má segja að verið sé að efla hópslysaviðbragð í umdæminu,“ segir Elva Tryggvadóttir, verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia, en hún stýrði flugslysaæfingu ISAVIA og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem haldin var á Egilsstöðum um helgina.
Önnur bók listamannsins Hafsteins Hafsteinssonar á Norðfirði kemur út í október og ber nafnið „En við erum vinir“. Um sjálfstætt framhald fyrri bókar hans er að ræða.
Talsverður erill var hjá lögreglu og björgunarsveitum í gær við að aðstoða ferðalanga í vandræðum á fjallvegum. Tvær bílveltur voru tilkynntar og tveir árekstrar á Breiðdalsheiði.
Forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði segir það áfall að ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng fyrr en eftir tíu ár í nýrri samgönguáætlun. Seyðfirðingar binda vonir við að áætlunin breytist í meðförum Alþingis.