„Mér fannst kominn tími á breytingar, bæði fyrir mig og ekki síst liðið. Ég hef trú á að þetta sé rétt ákvörðun á réttum tíma,“ segir Viðar Jónsson, fráfarandi þjálfari karlaliðs Leiknis á Fáskrúðsfirði, en hann hefur stýrt liðinu frá því vorið 2014. Viðar er í yfirheyrslu vikunnar.
„Pétur og úlfurinn er sígilt verk sem Bessi Bjarnason gerði ódauðlegt fyrir okkur öll á sínum tíma,“ segir Karna Sigurðardóttir, forstöðukona Menningarstofu Fjarðabyggðar, en kvintettinn NA5 flytur verkið í Fellabæ og á Breiðdalsvík á laugardaginn.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur hafnað beiðni tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs um tveggja milljóna króna styrk fyrir næsta ár. Enn er verið að greiða úr skuldum eftir hátíðina 2017.
„Þegar ég kom til landsins fyrir tíu árum síðan var ekki einu sinni hægt að kaupa turmeric í Bónus. Það er nú sem betur allt að breytast og ég vil taka þátt í þeirri breytingu,“ segir Azfar Karim frá Pakistan, sem ætlar að kenna matargerð frá sínu heimalandi á Seyðisfirði á laugardaginn.
Íbúar á Fljótsdalshéraði eiga hvorki að láta sér bregða við að sjá ljós á Lagarfljóti í kvöld né reyk stíga upp frá flugvellinum á Egilsstöðum á laugardag. Hvort tveggja mun eiga uppruna sinn í flugslysaæfingu sem haldin verður um helgina.
„Jakkafatajóga eru jógatímar sem eru sérsniðnir að fólki á vinnutíma. Við mætum á staðinn á fyrirfram ákveðnum tíma í samráði við stjórnendur. Leiðum stuttan og hnitmiðaðan jógatíma sem tekur aðeins 20 mínútur þannig að nú er engin afsökun að segjast ekki hafa tíma fyrir heilsuræktina þegar hún mætir til þín á þennan hátt,“ segir Eygló Egilsdóttir, eigandi fyrirtækisins Jakkafatajóga sem hefur starfsemi á Egilsstöðum í október.