Tónlistarkonan Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir var að senda frá sér lagið Strong for you, en það er fjórða lagið á þessu ári. Hún er í yfirheyrslu vikunnar.
Kvenfélag Reyðarfjarðar afhenti leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði áttatíu pör af vettlingum á dögunum. Eru þeir hugsaðir til þess að lána á litlar hendur þegar á þarf að halda.
Fyrirhuguð 10.000 tonna viðbótarframleiðsla á laxi í Reyðarfirði hefur verið til meðferðar í stjórnsýslunni frá árinu 2012. Umsóknarferlið hefur staðið í sex ár og engin lausn er í sjónmáli.
„Við heyrum oft að fólk er með hugmyndir en veit ekki hvernig það á að bera sig að við að koma þeim á framfæri,“ segir Fanney Björk Friðriksdóttir, sem situr í menningarmálanefnd Vopnafjarðar, en nefndin biðlar nú til íbúa sveitarfélagsins að hugmyndum menningartengdum verkefnum til að framkvæma í bænum.
„Þetta var mjög gaman. Ég var alls ekki spennt fyrir þessu og bjóst ekki við miklu, en svo var þetta bara mjög skemmtilegt,“ segir Dagný Erla Gunnarsdóttir, nemandi í 9. bekk í Egilsstaðaskóla, um þátttöku sína í verkefninu Listalest Listaháskóla Íslands sem haldið var undir formerkjum BRAS, menningarhátíðar barna og ungmenna á Austurlandi.
52. aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) var haldinn á Hallormsstað síðastliðna helgi. Kjörnir fulltrúar þeirra sjö sveitarfélaga sem mynda landshlutasamtökin samþykktu á fundinum sameiginlegar ályktanir landshlutans. Þá voru afhent Menningarverðlaun SSA 2018 og heiðursgestur úr hópi sveitarstjórnarmanna heiðraður.