Allar fréttir

Þrettán í framboði til forseta

Þrettán einstaklingar hafa skilað inn undirskriftalistum vegna framboðs til forseta Íslands. Þeir eru á ferð um landið til að kynna sig og hitta fólk. Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra verður eystra um helgina.

Lesa meira

Hæfileikakeppni í heimi án olíu

Listaakademía Verkmenntaskóla Austurlands frumsýnir um helgina nýtt leikverk sem hlotið hefur heitið „Hæfileikarnir.“ Með því vaknar leiklistarstarfsemi í skólanum aftur úr dvala en síðast var sett upp verk þar árið 2019.

Lesa meira

Eldur í þurrkgámum Skógarafurða

Slökkvilið Múlaþings var á sjöunda tímanum í kvöld kallað út vegna elds í gámum þar sem timbur er þurrkað við starfsstöð Skógarafurða á bænum Víðivöllum Ytri II í Fljótsdal.

Lesa meira

Fullorðnum boðið upp á bólusetningu gegn mislingum

Byrjað er að taka á móti tímapöntunum fyrir fullorðna einstaklinga á Vopnafirði og Bakkafirði sem vilja bólusetningar gegn mislingum. Ekki hafa enn greinst fleiri tilfelli af sjúkdóminum á Norðausturlandi.

Lesa meira

Ekki alls staðar hægt að plokka fyrir snjó

Á sunnudaginn kemur fer fram á landsvísu Stóri plokkdagurinn sem af gárungum er gjarnan kallað gönguferð með tilgang enda valsa áhugasamir þá um og hirða upp rusl samhliða heilsusamlegum göngutúr. Sú dagsetning gengur þó ekki upp alls staðar sökum snjóalaga og skafla á stöku stöðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar