Allar fréttir
Hæfileikakeppni í heimi án olíu
Listaakademía Verkmenntaskóla Austurlands frumsýnir um helgina nýtt leikverk sem hlotið hefur heitið „Hæfileikarnir.“ Með því vaknar leiklistarstarfsemi í skólanum aftur úr dvala en síðast var sett upp verk þar árið 2019.Eldur í þurrkgámum Skógarafurða
Slökkvilið Múlaþings var á sjöunda tímanum í kvöld kallað út vegna elds í gámum þar sem timbur er þurrkað við starfsstöð Skógarafurða á bænum Víðivöllum Ytri II í Fljótsdal.Fótbolti: Mjög ánægður með frammistöðuna gegn úrvalsdeildarliðinu
Brynjar Árnason, þjálfari 2. deildarliðs Hattar/Hugins, segist hafa verið ánægður með frammistöðu liðsins þrátt fyrir 0-1 tap gegn úrvalsdeildarliði Fylkis í 32ja liða úrslitum bikarkeppnin karla í knattspyrnu á Fellavelli í gær.Fullorðnum boðið upp á bólusetningu gegn mislingum
Byrjað er að taka á móti tímapöntunum fyrir fullorðna einstaklinga á Vopnafirði og Bakkafirði sem vilja bólusetningar gegn mislingum. Ekki hafa enn greinst fleiri tilfelli af sjúkdóminum á Norðausturlandi.Ekki alls staðar hægt að plokka fyrir snjó
Á sunnudaginn kemur fer fram á landsvísu Stóri plokkdagurinn sem af gárungum er gjarnan kallað gönguferð með tilgang enda valsa áhugasamir þá um og hirða upp rusl samhliða heilsusamlegum göngutúr. Sú dagsetning gengur þó ekki upp alls staðar sökum snjóalaga og skafla á stöku stöðum.
Niðurstöður mengunarmælinga á Seyðisfirði ljósar eftir helgi
Fyrr í vikunni varð vart við hugsanlega mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði en nú hefur Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) staðfest að þar er mengun til staðar. Sjóða verður allt vatn í það minnsta framyfir helgina.