Allar fréttir
Telur álit ráðuneytisins ekki áfellisdóm yfir ferlinu
Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, kveðst fagna því að álit mennta- og barnamálaráðuneytisins á breytingum á fyrirkomulagi fræðslumála í Fjarðabyggð liggi fyrir.Engar faglegar athugasemdir við fyrirætlanir Fjarðabyggðar
Mennta- og barnamálaráðuneytið gerir ekki efnislegar athugasemdir við þær breytingar sem bæjarstjórn samþykkti í febrúar að gera á fyrirkomulagi fræðslustofnana sveitarfélagsins. Þær virðist ef eitthvað er falla að ýmsum markmiðum farsældarlaganna. Þá telur ráðuneytið sveitarfélagið hafa talsverðar heimildir til að gefa fyrirmæli um hvernig stjórnun skóla er hagað. Það viðhafði hins vegar ekki það samráð sem því var ætlað.Niðurstöður mengunarmælinga á Seyðisfirði ljósar eftir helgi
Fyrr í vikunni varð vart við hugsanlega mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði en nú hefur Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) staðfest að þar er mengun til staðar. Sjóða verður allt vatn í það minnsta framyfir helgina.
Hafbjörg dró vélarvana bát til Norðfjarðar
Hafbjörg, skip björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað, kom laust fyrir klukkan fimm í dag með smábát til hafnar sem missti afl fyrir mynni Seyðisfjarðar.Eldur í þurrkgámum Skógarafurða
Slökkvilið Múlaþings var á sjöunda tímanum í kvöld kallað út vegna elds í gámum þar sem timbur er þurrkað við starfsstöð Skógarafurða á bænum Víðivöllum Ytri II í Fljótsdal.Vatnsmengun við Strandarveg á Seyðisfirði
Starfsfólk fyrirtækja við Strandarveg á Seyðisfirði veitti því athygli fyrr í vikunni að óvenjuleg og undarleg lykt fylgdi allt í einu vatninu úr krönum á svæðinu. Í kjölfarið tók HEF-veitur sýni sem leiddu í ljós mengun.