Allar fréttir
Leikskólabörn á Austurlandi syngja til heiðurs Prins Póló á sama tíma í dag
Tveir allsérstakir viðburðir eiga sér stað í dag og á morgun þegar leikskólabörn í flestum austfirskum leikskólum munu saman heiðra minningu tónlistarmannsins Prins Póló með söng og skemmtun.
Fjarðabyggð sek um að svara beiðni um smölun fjár of seint
Innviðaráðuneytið telur sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa brotið gegn stjórnsýslulögum með óhóflegum töfum á að svara beiðni landeiganda í Stöðvarfirði um að sveitarfélagið smalaði fé af landi hans. Ráðuneytið metur ekki hvort sveitarfélagið hafi verið skylt til að smala.Undirbúa að bjóða fullorðnum bólusetningu gegn mislingum
Innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands er unnið að því að bjóða fullorðnum einstaklingum upp á bólusetningu gegn mislingum. Ekki hafa greinst fleiri tilfelli af mislingum eftir að einstaklingur, búsettur á Norðausturlandi, veiktist í síðustu viku.Bæjarstjórn Fjarðabyggðar gert að fjalla aftur um breytingar á skólahaldi eftir samráð
Mennta- og barnamálaráðuneytið telur sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa brotið lög með að bera áformaðar breytingar á skólastofnunum sveitarfélagsins ekki undir skólaráð í grunnskólum eða foreldraráð í leikskólum. Bæjarstjórn þarf því að taka málið fyrir aftur.Fótbolti: Bæði FHL og Einherji áfram í bikarnum
Bæði Einherji og FHL komust um síðustu helgi áfram úr fyrstu umferð bikarkeppni kvenna með að leggja mótherja sína af Norðurlandi.Yfir 40 viðburðir á Hammond hátíð ársins á Djúpavogi
Ekkert skal fullyrt enda enginn tekið það sérstaklega saman en góðar líkur eru á að Hammondhátíð Djúpavogs 2024 verði stærsta og fjölbreyttasta hátíðin nokkru sinni. Hún hefst óformlega á morgun þó aðaldagskráin sé um komandi helgi.