Hinn þekkti samkomustaður Beituskúrinn í Neskaupstað er að taka miklum breytingum til hins betra og það starf þegar komið vel á veg. Í sumar geta gestir notið stærra og fallegra útisvæðis við staðinn auk þess sem veitingahúsið sjálft fær upplyftingu. Nýja útlitið er hannað af heimamanninum Ólafíu Zoëga.
Á fjórða tug barna á Vopnafirði fengu í gær bólusetningu við mislingum. Gripið var til aðgerðanna eftir að smit kom upp í nærsamfélaginu um helgina. Fleiri tilfelli hafa ekki greinst enn.
Vegurinn yfir Öxi var opnaður í annað skiptið á þessu vori. Hún var opnuð snemma í mars en lokaðist aftur. Í framhaldinu verður staðan tekin á vegunum yfir Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði.
Leiktíðinni er lokið hjá körfuknattleiksliði Hattar eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla. Valur vann 97-102 eftir framlengdan leik. Valsliðið var yfir allan tímann en Höttur jafnaði í lok venjulegs leiktíma og knúði fram framlengingu.
Lítils háttar kólígerlamengun hefur mælst í neysluvatni á Breiðdalsvík og eru viðkvæmir neytendur hvattir til að sjóða allt vatn sem neyta skal í varúðarskyni.
Snjóflóð halda áfram að falla í austfirskum fjöllum en ein sautján flóð hafa verið skráð í fjórðungum síðustu tíu dagana. Skíðamaður setti eitt slíkt af stað í Oddsskarði um helgina en engin slys urðu þó á fólki.
Tvö ný tæki í starfsstöð Matís ohf. í Neskaupstað eiga að flýta fyrir greiningum sem austfirsk sjávarútvegsfyrirtæki þurfa á hráefni og afurðum sínum. Vilji er til að efla starfsstöðina áfram og er horft til stækkunar húsnæðis.