Opinn fundur verður haldinn á Egilsstöðum á mánudag á vegum Umhverfisstofnunar sem hluti af verkefninu „Saman gegn sóun.“ Verkefnastjóri segir einstaklinga vera orðna vel meðvitaða en nú sé komið að fyrirtækja, vegna krafna frá bæði neytendum og stjórnvöldum en einnig því þau sjá tækifæri til að hagræða í rekstri.
Deildarmeistarar Vals eru aftur komnir með yfirhöndina í viðureignum liðsins við Hött í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 94-74 sigur í þriðja leik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöldi. Höttur var í miklum villuvandræðum í leiknum en var alltaf í seilingarfjarlægð þar til í síðasta leikhluta.
Allar líkur eru á að David Guardia Ramos, leikmaður körfuknattleiksliðs Hattar, þurfi að taka út leikbann vegna brots hans gegn Frank Booker, leikmanni Vals, í leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmótsins í gærkvöldi.
Sinfóníuhljómsveit Austurlands frumflytur á sunnudag nýtt tónverk -forStargazer- eftir dr. Charles Ross í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Hefð er að myndast fyrir því að sveitin fái austfirsk tónskáld til að semja sérstaklega fyrir sig verk.
Hrefna Lára Zoëga varð um síðustu helgi bikarmeistari í flokki stúlkna 14-15 ára í alpagreinum skíða. Lið UÍA, sem er sameiginlegt frá Skíðafélaginu í Stafdal og Skíðafélagi Fjarðabyggðar, varð í þriðja sæti yfir veturinn.